"Rasheed reglan" farin að taka sinn toll 3. nóvember 2006 16:44 Rasheed Wallace var ekki lengi að láta reyna á nýjar áherslur í dómgæslu í NBA deildinni - sem gárungarnir eru nú búnir að skíra í höfuðið á honum NordicPhotos/GettyImages Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira