Íslenski boltinn

Ráðstefna Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og KSÍ

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik VISA-bikars karla Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við VISA-bikarúrslitaleik karla þann 30. september næstkomandi.

Ráðstefnan fer fram á Grand Hóteli í Reykjavík og dagskráin hefst klukkan 10.00. Ráðstefnan kostar 2.500 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ en annars 5.000 krónur fyrir aðra og gengið er frá greiðslum fyrir upphaf ráðstefnunnar.

Dagskrá ráðstefnunnar:

10.00 Setning. Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ

10.05 Ólafur Garðarsson, UEFA umboðsmaður

10.30 Ásgeir Elíasson, fv. landsliðsþjálfari og fv. þjálfari Fram Taktík-Almennt um knattspyrnu.

11.00 Kaffi

11.15 Hugleiðingar fræðslustjóra KSÍ - Sigurður Ragnar Eyjólfsson

11.45 Tölfræði liðanna í bikarúrslitum - Bjarni Jóhannsson

12.15 Þjálfari Keflavíkur : Kristján Guðmundsson

12.30 Þjálfari KR: Teitur Þórðarson

12.45 Hádegismatur - innifalin í þátttökugjaldi

14.00 Bikarúrslitaleikur

Ráðstefnustjóri: Njáll Eiðsson

Skráning fer fram á netfangið [email protected] eða hjá stjórnarmönnum KÞÍ (Sigurður Þórir Þorsteinsson, Jóhann Gunnarsson, Ómar Jóhannsson, Úlfar Hinriksson, Þórir Bergsson, Arnar Bill Gunnarsson og Kristján Guðmundsson). Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu KSÍ ([email protected]).

Þetta kemur fram í fréttatilkynnigu frá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×