BAE selur hlutina í Airbus 7. september 2006 08:07 Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira