Gæti ekki verið sáttari 26. júlí 2006 21:30 Logi Geirsson segir að HM í Þýskalandi eigi eftir að verða mikil lyftistöng fyrir handboltann og bindur miklar vonir við íslenska landsliðið Mynd/Jurgen Hagemann Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira