Bauð hæst í mat með Buffett 30. júní 2006 12:18 Warren Buffett ásamt Bill Gates, stofnanda Microsoft. Mynd/AFP Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljóna íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha", sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Sá sem átti hæsta boði í kvöldverðinn heitir Yongpin Duan og er 45 ára kaupsýslumaður frá Kína sem fluttist með fjölskyldu sína til frá Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Duan rak raftækjafyrirtæki í Kína en ákvað að flytjast búferlum eftir að hann las eina af bókum Buffetts. Baráttan um kvöldverðinn var sérstaklega hörð á endasprettinum en þremur mínútum fyrir lokun uppboðsins klukkan 10 í gærkvöldi snarhækkaði boðið þegar kaupsýslumaður frá Taívan skellti sér í baráttuna. Fimm manns buðu í kvöldmatinn og rennur fjárhæðin til góðgerðasamtaka á vegum kirkjunnar. Duan fær að bjóða sjö vinum sínum til kvöldverðarins sem verður á steikhúsi í New York í Bandaríkjunum og munu þeir fá tækifæri til að ræða einslega við Buffett um viðskipti og sýn hans á viðskiptalífinu. Það eina sem bannað er að ræða um eru kaup og sala Berkshire Hathaways, fjárfestingafyrirtækis Buffetts, á fyrirtækjum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljóna íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha", sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Sá sem átti hæsta boði í kvöldverðinn heitir Yongpin Duan og er 45 ára kaupsýslumaður frá Kína sem fluttist með fjölskyldu sína til frá Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Duan rak raftækjafyrirtæki í Kína en ákvað að flytjast búferlum eftir að hann las eina af bókum Buffetts. Baráttan um kvöldverðinn var sérstaklega hörð á endasprettinum en þremur mínútum fyrir lokun uppboðsins klukkan 10 í gærkvöldi snarhækkaði boðið þegar kaupsýslumaður frá Taívan skellti sér í baráttuna. Fimm manns buðu í kvöldmatinn og rennur fjárhæðin til góðgerðasamtaka á vegum kirkjunnar. Duan fær að bjóða sjö vinum sínum til kvöldverðarins sem verður á steikhúsi í New York í Bandaríkjunum og munu þeir fá tækifæri til að ræða einslega við Buffett um viðskipti og sýn hans á viðskiptalífinu. Það eina sem bannað er að ræða um eru kaup og sala Berkshire Hathaways, fjárfestingafyrirtækis Buffetts, á fyrirtækjum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira