Kidd með áttundu þrennuna í sigri Nets 9. apríl 2006 22:17 Jason Kidd náði enn einni þrennunni í kvöld þegar New Jersey færði Milwaukee fjórða tap sitt í röð NordicPhotos/GettyImages Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira