Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði 8. mars 2006 05:52 Jalen Rose fagnar hér sigrinum á Indiana ákaft með því að hoppa á félaga sinn Nate Robinson sem var spariklæddur á leiknum vegna meiðsla. NordicPhotos/GettyImages Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira
Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira