Hnökrar á sölu ríkisfyrirtækja 13. desember 2006 05:00 Það hefði mátt standa betur að sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum árið 2003 samkvæmt fréttaflutningi Fréttablaðsins undanfarna daga. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf. og JB byggingafélag ehf. hafa kært íslenska ríkið fyrir framkvæmd sölunnar og telja að óeðlilega hafi verið að henni staðið. Mikilvægt er að þessi fyrirtæki leiti réttar síns svo að hægt sé að fá úr því skorið hvort ásakanir þeirra eiga við rök að styðjast. Það er brýnt hagsmunamál að vinna faglega að sölu ríkisfyrirtækja og koma þannig í veg fyrir tortryggni í garð einkavæðingar. Það sem forsvarsmenn Tresmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingarfélags gagnrýna meðal annars er aðkoma hóps starfsmanna ÍAV að söluferlinu, sem jafnframt vildu kaupa hlut ríkisins. Þeir hafi haft aðgang að upplýsingum sem ekki voru öðrum tiltækar. Jafnframt hafi tengsl aðila, sem annaðhvort unnu að útboðinu eða vildu kaupa hlut ríkisins, að fyrirtækinu eða innbyrðis verið óeðlileg. Á það við um eigendur ÍAV í hópi bjóðenda, stjórnendur félagsins, Landsbankann sem var upphaflega umsjónaraðili útboðsins og Jón Sveinsson sem sat í framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Niðurstaðan var sú að selja hlutinn hópi starfsmanna þrátt fyrir að áhöld voru um hvort þeirra tilboð taldist gilt samkvæmt mati Verðbréfastofunnar. Höfðu þeir fyrirvara á tilboði sínu sem ekki var gert ráð fyrir í útboðsgögnum. Einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur í flestum tilfellum gengið vel undanfarinn áratug en nauðsynlegt að ræða opinskátt um það sem fer úrskeiðis. Öðruvísi lærum við ekki af reynslunni. Það var til dæmis gagnlegt að lesa ítarlega úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttir í Fréttablaðinu í maí 2005 um söluferli Landsbankans og Búnaðarbankans. Í þeim skrifum var leitt í ljós að önnur sjónarmið, en að hámarka söluverð bankanna, réð för. Það virtist skipta forystumenn stjórnarflokkanna meira máli hverjir keyptu bankanna en að hámarka söluhagnaðinn. Þessi umfjöllun og önnur, til dæmis í kjölfar sölu á Sementsverksmiðju ríkisins, ýtti undir fagleg vinnubrögð við söluna á Landssíma Íslands á síðasta ári. Allt söluferli Landssímans var fyrir opnum tjöldum og lögð var áhersla á gagnsæ vinnubrögð. Fjárfestar stóðu jafnfætis þegar kom að öflun upplýsinga um fyrirtækið og allar forsendur lágu fyrir áður en tilboðin voru opnuð í viðurvist bjóðenda og fréttamanna. Að uppfylltum fyrirfram skilgreindum skilyrðum fékk hæstbjóðandi að kaupa Símann. Verðið er líka sá hlutlægi mælikvarði sem á að ráða sölu ríkisfyrirtækja. Sérfræðingur frá Morgan Stanley sagði að þessi umfangsmesta einkavæðing Íslandssögunnar væri skólabókardæmi um hvernig standa ætti að sölu ríkisfyrirtækja. Einkavæðingin hefur leyst áður óþekktan kraft úr læðingi í íslensku samfélagi sem allur almenningur nýtur góðs af í dag. Mikilvægt er að vanda vel til verka svo að tortryggni almennings skjóti ekki rótum. Það verður að ríkja almenn sátt um sölu ríkisfyrirtækja þegar ráðist verður í næsta stóra verkefni, einkavæðingu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Það hefði mátt standa betur að sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum árið 2003 samkvæmt fréttaflutningi Fréttablaðsins undanfarna daga. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf. og JB byggingafélag ehf. hafa kært íslenska ríkið fyrir framkvæmd sölunnar og telja að óeðlilega hafi verið að henni staðið. Mikilvægt er að þessi fyrirtæki leiti réttar síns svo að hægt sé að fá úr því skorið hvort ásakanir þeirra eiga við rök að styðjast. Það er brýnt hagsmunamál að vinna faglega að sölu ríkisfyrirtækja og koma þannig í veg fyrir tortryggni í garð einkavæðingar. Það sem forsvarsmenn Tresmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingarfélags gagnrýna meðal annars er aðkoma hóps starfsmanna ÍAV að söluferlinu, sem jafnframt vildu kaupa hlut ríkisins. Þeir hafi haft aðgang að upplýsingum sem ekki voru öðrum tiltækar. Jafnframt hafi tengsl aðila, sem annaðhvort unnu að útboðinu eða vildu kaupa hlut ríkisins, að fyrirtækinu eða innbyrðis verið óeðlileg. Á það við um eigendur ÍAV í hópi bjóðenda, stjórnendur félagsins, Landsbankann sem var upphaflega umsjónaraðili útboðsins og Jón Sveinsson sem sat í framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Niðurstaðan var sú að selja hlutinn hópi starfsmanna þrátt fyrir að áhöld voru um hvort þeirra tilboð taldist gilt samkvæmt mati Verðbréfastofunnar. Höfðu þeir fyrirvara á tilboði sínu sem ekki var gert ráð fyrir í útboðsgögnum. Einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur í flestum tilfellum gengið vel undanfarinn áratug en nauðsynlegt að ræða opinskátt um það sem fer úrskeiðis. Öðruvísi lærum við ekki af reynslunni. Það var til dæmis gagnlegt að lesa ítarlega úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttir í Fréttablaðinu í maí 2005 um söluferli Landsbankans og Búnaðarbankans. Í þeim skrifum var leitt í ljós að önnur sjónarmið, en að hámarka söluverð bankanna, réð för. Það virtist skipta forystumenn stjórnarflokkanna meira máli hverjir keyptu bankanna en að hámarka söluhagnaðinn. Þessi umfjöllun og önnur, til dæmis í kjölfar sölu á Sementsverksmiðju ríkisins, ýtti undir fagleg vinnubrögð við söluna á Landssíma Íslands á síðasta ári. Allt söluferli Landssímans var fyrir opnum tjöldum og lögð var áhersla á gagnsæ vinnubrögð. Fjárfestar stóðu jafnfætis þegar kom að öflun upplýsinga um fyrirtækið og allar forsendur lágu fyrir áður en tilboðin voru opnuð í viðurvist bjóðenda og fréttamanna. Að uppfylltum fyrirfram skilgreindum skilyrðum fékk hæstbjóðandi að kaupa Símann. Verðið er líka sá hlutlægi mælikvarði sem á að ráða sölu ríkisfyrirtækja. Sérfræðingur frá Morgan Stanley sagði að þessi umfangsmesta einkavæðing Íslandssögunnar væri skólabókardæmi um hvernig standa ætti að sölu ríkisfyrirtækja. Einkavæðingin hefur leyst áður óþekktan kraft úr læðingi í íslensku samfélagi sem allur almenningur nýtur góðs af í dag. Mikilvægt er að vanda vel til verka svo að tortryggni almennings skjóti ekki rótum. Það verður að ríkja almenn sátt um sölu ríkisfyrirtækja þegar ráðist verður í næsta stóra verkefni, einkavæðingu Landsvirkjunar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun