Að skila auðu 5. desember 2006 00:01 Það er ekki sjálfgefið að kjósendur styðji sama stjórnmálaflokkinn aftur og aftur. Hins vegar hafa þeir sem vilja sjá frelsi einstaklingsins sem mest og lágmarka ríkisafskipti ekki haft um annan stjórnmálaflokk að velja í kosningum en Sjálfstæðisflokkinn. Forystumenn flokksins hafa líka unnið í takt við þá hugmyndafræði frá árinu 1991. En hvaða mynd blasir nú við þeim kjósendum sem vilja sjá fram haldið á sömu braut? Að hvaða málum hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið undanfarna mánuði í meirihlutasamstarfi við Framsóknarflokkinn? Fyrst ber að nefna tilhneigingu til að ríkisvæða stjórnmálin. Hækka á ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um leið og einstaklingum eru sett takmörk um styrki til þeirra. Er réttlátt að einstaklingar greiði fyrir starfsemi stjórnmálaflokka sem halda frammi skoðunum sem eru jafnvel andstæðar þeirra eigin lífsskoðun? Er sanngjarnt að ný pólitísk öfl þurfi að berjast í kosningum við ríkisstyrkta stjórnmálaflokka? Á Alþingi er til meðferðar frumvarp um RÚV sem miðar að því að stórefla ríkisrekinn fjölmiðil í samkeppni við einkarekna fjölmiðla. Áður voru gerðar tilraunir til að setja takmarkandi lagareglur um eignarhald á frjálsum fjölmiðlum sem myndi hafa íþyngjandi áhrif á rekstur þeirra. Er það hluti af hugsjónum sjálfstæðismanna um frjálsa fjölmiðla, að stórefla ríkisfjölmiðil og veikja þá einkareknu? Þá hefur verið ákveðið að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli taki yfir ákveðinn hluta af öryggiseftirliti, sem áður var í höndum Securitas og Öryggismiðstöðvar Íslands. Engar skýringar hafa verið gefnar aðrar en að opinberir löggæslumenn séu betur til starfans fallnir. Með þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar keypti ríkisfyrirtækið Íslandspóstur prentsmiðjuna Samskipti. Óþarfi er að benda á að fjölmörg einkafyrirtæki hafa sinnt prentþjónustu á Íslandi í áratugi. Stutt er síðan Íslandspóstur keypti hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Modernus. Eru þessi dæmi einkennandi fyrir stjórnmálamenn sem vilja draga úr opinberum umsvifum í atvinnulífinu? Ríkisstjórnin hefur einnig gengið harkalega fram gagnvart landeigendum víða um land í þjóðlendumálinu svokallaða. Markmiðið er að eyða óvissu um mörk eignarlanda. En væri ekki heppilegra að fara fram af meiri hógværð þegar um jafnviðkvæmt deilumál og eignarréttindi er að ræða? Ríkisvæðingin má ekki ganga of langt. Rétt er að minna á að lækkun skatta og sala ríkisfyrirtækja hafa haft verulega þýðingu fyrir þróun lífskjara í landinu. Það er líka sjálfsagt mál að lækka skatta þegar tekjur ríkissjóðs hafa vaxið jafnmikið og raun ber vitni á undanförnum árum. Aðhald í útgjöldum hins opinbera hefur hins vegar verið ábótavant. Sú gagnrýni er ekki eingöngu sett fram á efnahagslegum forsendum. Og nú er gerð tillaga um að auka útgjöld um fjórtán milljarða frá því sem ákveðið var í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa í mörgum kosningum náð að toga kjósendur á miðjunni til fylgis við sig. Breytist það er hætta á að hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins skili auðu í næstu alþingiskosningum. Það er ekki sjálfgefið að kjósendur styðji sama stjórnmálaflokkinn aftur og aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Það er ekki sjálfgefið að kjósendur styðji sama stjórnmálaflokkinn aftur og aftur. Hins vegar hafa þeir sem vilja sjá frelsi einstaklingsins sem mest og lágmarka ríkisafskipti ekki haft um annan stjórnmálaflokk að velja í kosningum en Sjálfstæðisflokkinn. Forystumenn flokksins hafa líka unnið í takt við þá hugmyndafræði frá árinu 1991. En hvaða mynd blasir nú við þeim kjósendum sem vilja sjá fram haldið á sömu braut? Að hvaða málum hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið undanfarna mánuði í meirihlutasamstarfi við Framsóknarflokkinn? Fyrst ber að nefna tilhneigingu til að ríkisvæða stjórnmálin. Hækka á ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um leið og einstaklingum eru sett takmörk um styrki til þeirra. Er réttlátt að einstaklingar greiði fyrir starfsemi stjórnmálaflokka sem halda frammi skoðunum sem eru jafnvel andstæðar þeirra eigin lífsskoðun? Er sanngjarnt að ný pólitísk öfl þurfi að berjast í kosningum við ríkisstyrkta stjórnmálaflokka? Á Alþingi er til meðferðar frumvarp um RÚV sem miðar að því að stórefla ríkisrekinn fjölmiðil í samkeppni við einkarekna fjölmiðla. Áður voru gerðar tilraunir til að setja takmarkandi lagareglur um eignarhald á frjálsum fjölmiðlum sem myndi hafa íþyngjandi áhrif á rekstur þeirra. Er það hluti af hugsjónum sjálfstæðismanna um frjálsa fjölmiðla, að stórefla ríkisfjölmiðil og veikja þá einkareknu? Þá hefur verið ákveðið að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli taki yfir ákveðinn hluta af öryggiseftirliti, sem áður var í höndum Securitas og Öryggismiðstöðvar Íslands. Engar skýringar hafa verið gefnar aðrar en að opinberir löggæslumenn séu betur til starfans fallnir. Með þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar keypti ríkisfyrirtækið Íslandspóstur prentsmiðjuna Samskipti. Óþarfi er að benda á að fjölmörg einkafyrirtæki hafa sinnt prentþjónustu á Íslandi í áratugi. Stutt er síðan Íslandspóstur keypti hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Modernus. Eru þessi dæmi einkennandi fyrir stjórnmálamenn sem vilja draga úr opinberum umsvifum í atvinnulífinu? Ríkisstjórnin hefur einnig gengið harkalega fram gagnvart landeigendum víða um land í þjóðlendumálinu svokallaða. Markmiðið er að eyða óvissu um mörk eignarlanda. En væri ekki heppilegra að fara fram af meiri hógværð þegar um jafnviðkvæmt deilumál og eignarréttindi er að ræða? Ríkisvæðingin má ekki ganga of langt. Rétt er að minna á að lækkun skatta og sala ríkisfyrirtækja hafa haft verulega þýðingu fyrir þróun lífskjara í landinu. Það er líka sjálfsagt mál að lækka skatta þegar tekjur ríkissjóðs hafa vaxið jafnmikið og raun ber vitni á undanförnum árum. Aðhald í útgjöldum hins opinbera hefur hins vegar verið ábótavant. Sú gagnrýni er ekki eingöngu sett fram á efnahagslegum forsendum. Og nú er gerð tillaga um að auka útgjöld um fjórtán milljarða frá því sem ákveðið var í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa í mörgum kosningum náð að toga kjósendur á miðjunni til fylgis við sig. Breytist það er hætta á að hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins skili auðu í næstu alþingiskosningum. Það er ekki sjálfgefið að kjósendur styðji sama stjórnmálaflokkinn aftur og aftur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun