Kristniboðsskipunin í skólum 20. nóvember 2006 05:00 Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Siðmenntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu" í grunnskólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafnaði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vinaleiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleiðina: „Hún er þjónusta við náungann en ekki boðun." Hinn 5. nóvember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran greinarmun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar." Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur" Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun." Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunnarsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur". Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónustum, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum - og reyndar á boðunin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kærleika hans. Þannig stundar þjóðkirkjan boðunarstarf eða trúboð hér heima." „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfélagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum einskorðað við þýðingu á orðinu „evangelism", sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni." „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kærleika til að flytja boðin áfram…" Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vinaleiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu" kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Tilgangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru." „Kærleiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists." Kærleiksþjónustan „er guðsþjónusta hins daglega lífs". „Kærleikurinn er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20)." Í þessari kristniboðsskipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipuninni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir málsháttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Hávamálum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður samhljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani." Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofansögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlutlausir í trúmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Siðmenntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu" í grunnskólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafnaði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vinaleiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleiðina: „Hún er þjónusta við náungann en ekki boðun." Hinn 5. nóvember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran greinarmun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar." Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur" Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun." Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunnarsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur". Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónustum, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum - og reyndar á boðunin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kærleika hans. Þannig stundar þjóðkirkjan boðunarstarf eða trúboð hér heima." „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfélagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum einskorðað við þýðingu á orðinu „evangelism", sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni." „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kærleika til að flytja boðin áfram…" Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vinaleiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu" kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Tilgangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru." „Kærleiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists." Kærleiksþjónustan „er guðsþjónusta hins daglega lífs". „Kærleikurinn er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20)." Í þessari kristniboðsskipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipuninni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir málsháttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Hávamálum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður samhljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani." Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofansögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlutlausir í trúmálum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun