Auðleystur vandi 17. október 2006 00:01 Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í yfir hundrað löndum þann 5. október sl. Heldur þótti mér þó fara lítið fyrir hátíðahöldum hér á landi og að mestu leið dagurinn í þögn. Stuttar fréttatilkynningar voru reyndar birtar í dagblöðum og á vefmiðlum og á heimasíðum Kennarasambands Íslands og Kennarafélags Reykjavíkur birtist samþykkt frá alþjóðasamtökum kennara í 9 liðum. Að öðru leyti varð ég lítið vör við þennan dag og í fljótu bragði fann ég t.d. enga umfjöllun á heimasíðu Kennaraháskóla Íslands, vöggu kennarastéttarinnar. Hér þurfa kennarar auðvitað að líta í eigin barm, ég ekki síður en aðrir. Nýlega var kynnt til sögunnar sérstakt verkefni til að vekja athygli á kennarastéttinni og mikilvægi hennar. Um tíma urðum við vör við umfjöllun og auglýsingar þar að lútandi. Ró hefur hvílt yfir síðustu vikur en alþjóðlegur dagur kennara hefði þó verið upplagt tækifæri til að vekja sérstaka athygli á þessari stétt, sem er heldur óánægð með starfskjör sín, svona almennt. Nú virðist mikill hörgull á kennurum og í raun má segja að neyðarástand ríki þar sem forfallakennarar virðast vandfundnari en gull í Öskjuhlíðinni. Vafalaust eiga kaup og kjör sinn þátt í því hversu erfitt er að fá fólk til starfa en reyndar virðist almennt vanta fólk til flestra starfa á Íslandi eins og er. En þessi vandi kennarastéttarinnar væri auðleystur ef vilji væri fyrir hendi. Fjölmargir frábærir kennarar hafa látið af störfum vegna aldurs og njóta nú lífeyrisréttinda sinna, réttinda sem þeir hafa aflað með verkum sínum heila starfsævi. Margir þeirra væru meira en fúsir til að hlaupa í skarðið þegar kennara vantar, t.d. vegna veikinda eða fjölgunar mannkyns. Þarna er frábært fólk með góða menntun og einstaka starfsreynslu sem fengur væri að inn í skólastarfið. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, eins og allir vita, að taki kennarar, eða aðrir, að sér launuð störf skerðist lífeyrir og dæmi eru um að fólk hafi þurft að endurgreiða háar fjárhæðir vegna þess að það tók að sér launuð verkefni, oftar en ekki í góðmennsku og til að leysa tímabundinn vanda sinna gömlu vinnustaða. Fyrir skólasamfélagið, nemendur og starfsfólk væri auðvitað ómetanlegt að njóta af og til reynslu og starfskrafta þeirra sem ekki eru lengur í föstu starfi, en til þess að það megi verða þarf að tryggja óskertan lífeyri, þrátt fyrir slíkar aukatekjur. Það er hinsvegar jafn sjálfsagt mál að greiða fullan skatt af launum, sem fólk aflar sér þannig tímabundið. Auðvitað á þetta ekkert sérstaklega við um kennarastéttina öðrum fremur en það er hart að horfa upp á neyðarástand í sumum skólum vegna þess að forfallakennarar fást ekki á sama tíma og fjölmargir reyndir og hæfir kennarar væru tilbúnir til að hlaupa í skarðið ef það kostaði þá ekki frádrátt af áunnum lífeyrisréttindum. Í áður nefndri samþykkt alþjóðasambands kennara segir m.a. að góð kennsla sé undir því komin að til starfa fáist vel menntaðir kennarar með gott undirbúningsnám sem eigi völ á þjálfun í starf og kennslufræðilegum úrræðum svo fagmennska þeirra nýtist að fullu. Þetta er mjög samhljóða því sem íslenskir kennarar hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum mörg undanfarin ár. Um þessar mundir þykir mörgum á skorta, einkum hvað varðar kennslufræðilegu úrræðin. Ég held hinsvegar að við, kennarar, þurfum að láta mun meira í okkur heyra en raun ber vitni. Við þurfum að ræða opinberlega um kaup og kjör, um starfsumhverfi og síðast en ekki síst um málefni barna og unglinga. Við erum sérmenntuð í uppeldisfræðum og eigum að sjálfsögðu að láta til okkar taka á þeim vettvangi. Við eigum líka að tjá okkur um námsgögn, námsumhverfi og kennslufræði almennt svo nokkuð sé nefnt. Ég veit að annríki stéttarinnar er mikið og starfið krefjandi en ef við leggjum ekkert af mörkum í almennri umræðu getum við ekki vænst þess að breyting verði á viðhorfi til stéttarinnar. Heldur þótti mér þó fara lítið fyrir hátíðahöldum hér á landi og að mestu leið dagurinn í þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í yfir hundrað löndum þann 5. október sl. Heldur þótti mér þó fara lítið fyrir hátíðahöldum hér á landi og að mestu leið dagurinn í þögn. Stuttar fréttatilkynningar voru reyndar birtar í dagblöðum og á vefmiðlum og á heimasíðum Kennarasambands Íslands og Kennarafélags Reykjavíkur birtist samþykkt frá alþjóðasamtökum kennara í 9 liðum. Að öðru leyti varð ég lítið vör við þennan dag og í fljótu bragði fann ég t.d. enga umfjöllun á heimasíðu Kennaraháskóla Íslands, vöggu kennarastéttarinnar. Hér þurfa kennarar auðvitað að líta í eigin barm, ég ekki síður en aðrir. Nýlega var kynnt til sögunnar sérstakt verkefni til að vekja athygli á kennarastéttinni og mikilvægi hennar. Um tíma urðum við vör við umfjöllun og auglýsingar þar að lútandi. Ró hefur hvílt yfir síðustu vikur en alþjóðlegur dagur kennara hefði þó verið upplagt tækifæri til að vekja sérstaka athygli á þessari stétt, sem er heldur óánægð með starfskjör sín, svona almennt. Nú virðist mikill hörgull á kennurum og í raun má segja að neyðarástand ríki þar sem forfallakennarar virðast vandfundnari en gull í Öskjuhlíðinni. Vafalaust eiga kaup og kjör sinn þátt í því hversu erfitt er að fá fólk til starfa en reyndar virðist almennt vanta fólk til flestra starfa á Íslandi eins og er. En þessi vandi kennarastéttarinnar væri auðleystur ef vilji væri fyrir hendi. Fjölmargir frábærir kennarar hafa látið af störfum vegna aldurs og njóta nú lífeyrisréttinda sinna, réttinda sem þeir hafa aflað með verkum sínum heila starfsævi. Margir þeirra væru meira en fúsir til að hlaupa í skarðið þegar kennara vantar, t.d. vegna veikinda eða fjölgunar mannkyns. Þarna er frábært fólk með góða menntun og einstaka starfsreynslu sem fengur væri að inn í skólastarfið. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, eins og allir vita, að taki kennarar, eða aðrir, að sér launuð störf skerðist lífeyrir og dæmi eru um að fólk hafi þurft að endurgreiða háar fjárhæðir vegna þess að það tók að sér launuð verkefni, oftar en ekki í góðmennsku og til að leysa tímabundinn vanda sinna gömlu vinnustaða. Fyrir skólasamfélagið, nemendur og starfsfólk væri auðvitað ómetanlegt að njóta af og til reynslu og starfskrafta þeirra sem ekki eru lengur í föstu starfi, en til þess að það megi verða þarf að tryggja óskertan lífeyri, þrátt fyrir slíkar aukatekjur. Það er hinsvegar jafn sjálfsagt mál að greiða fullan skatt af launum, sem fólk aflar sér þannig tímabundið. Auðvitað á þetta ekkert sérstaklega við um kennarastéttina öðrum fremur en það er hart að horfa upp á neyðarástand í sumum skólum vegna þess að forfallakennarar fást ekki á sama tíma og fjölmargir reyndir og hæfir kennarar væru tilbúnir til að hlaupa í skarðið ef það kostaði þá ekki frádrátt af áunnum lífeyrisréttindum. Í áður nefndri samþykkt alþjóðasambands kennara segir m.a. að góð kennsla sé undir því komin að til starfa fáist vel menntaðir kennarar með gott undirbúningsnám sem eigi völ á þjálfun í starf og kennslufræðilegum úrræðum svo fagmennska þeirra nýtist að fullu. Þetta er mjög samhljóða því sem íslenskir kennarar hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum mörg undanfarin ár. Um þessar mundir þykir mörgum á skorta, einkum hvað varðar kennslufræðilegu úrræðin. Ég held hinsvegar að við, kennarar, þurfum að láta mun meira í okkur heyra en raun ber vitni. Við þurfum að ræða opinberlega um kaup og kjör, um starfsumhverfi og síðast en ekki síst um málefni barna og unglinga. Við erum sérmenntuð í uppeldisfræðum og eigum að sjálfsögðu að láta til okkar taka á þeim vettvangi. Við eigum líka að tjá okkur um námsgögn, námsumhverfi og kennslufræði almennt svo nokkuð sé nefnt. Ég veit að annríki stéttarinnar er mikið og starfið krefjandi en ef við leggjum ekkert af mörkum í almennri umræðu getum við ekki vænst þess að breyting verði á viðhorfi til stéttarinnar. Heldur þótti mér þó fara lítið fyrir hátíðahöldum hér á landi og að mestu leið dagurinn í þögn.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun