Ný framtíðarskipan lífeyrismála Jóhanna sigurðardóttir skrifar 5. október 2006 05:00 Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun