Viðskipti erlent

Færeyingar horfa til Kauphallarinnar í auknum mæli

Frá Kauphöll Íslands Færeysk fyrirtæki horfa í auknum mæli til skráningar hér á landi og spáir forstjóri Kauphallar því að eftir nokkur misseri verði fimm til tíu færeysk félög skráð hérlendis. Fréttablaðið/Valli
Frá Kauphöll Íslands Færeysk fyrirtæki horfa í auknum mæli til skráningar hér á landi og spáir forstjóri Kauphallar því að eftir nokkur misseri verði fimm til tíu færeysk félög skráð hérlendis. Fréttablaðið/Valli
Kauphöll Íslands fagnar þeim áformum sem stjórnendur tveggja helstu fjármálastofnana Færeyja, Föroya Banki og Föroya Sparikassi, hafa látið í ljós um skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári, samhliða skráningu á Virðisbrævamarknaður Føroya (VMF).

Við reiknum með því að ef af þessu verði sé markaðsvirði skráðra fyrirtækja í Færeyjum orðið nokkrir tugir prósenta af landsframleiðslu, sem þýðir að þarna er að myndast öflugur markaður, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar.

Stærsti hluthafinn í Sparikassanum ætlar að selja tíu prósenta hlut til almennings í september en salan er liður í því að gera félagið skráningarhæft. Þá hefur færeyska Lögþingið samþykkt lög um einkavæðingu Föroya Banka en sjóður, sem er í eigu ríkisins, á bankann að nær fullu.

Þórður segir að Færeyingar horfi til þess mikla uppgangs sem hefur orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Þeir gera sér vonir að atburðarásin í kringum hlutabréfa- og skuldabréfamarkað geti orðið svipuð í Færeyjum. Þá telur Þórður að Færeyingar horfi til þess að íslenski markaðurinn standi þeim næst hvað varðar skilning á því sem er að gerast í Færeyjum og færeyska hagkerfinu. Það er auðvitað margt svipað hjá Færeyingum og það sem við höfum gengið í gegnum. Ég á þess vegna von á því að það sem þeir eru að sækjast eftir sé endurtekning á sögunni.

Stjórnendur Kauphallar hafa átt í viðræðum við ýmis færeysk fyrirtæki eftir að samningur var gerður milli Kauphallar og VMF árið 2004. Aðeins eitt færeyskt félag er skráð í Kauphöll Íslands, en það er olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petrol­eum sem var skráð sumarið 2005. Það kæmi mér ekki á óvart að færeysk fyrirtæki yrðu fimm til tíu í Kauphöllinni eftir einhver [email protected]





Fleiri fréttir

Sjá meira


×