Íslandsmeistarabragur á Keflavík 31. mars 2006 10:05 Það var lítið gefið eftir í gær Fréttablaðið/Stefán Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira