Kolkrabbinn styður Gísla 5. október 2005 00:01 Gísli Marteinn birtir svellfína auglýsingu í blöðunum í morgun; líklega er henni ætlað að sýna að eldra fólk í Sjálfstæðisflokknum telji að Gísla sé treystandi. Einhvern veginn finnst manni skrítið að ungur maður sem boðar breytingar skuli leggja svo mikið upp úr stuðningi gamalmenna, en kannski er þetta bara spurning um hvað teljast góðir siðir í flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið mjög formfastur. Þarna eru líka ýmsir ágætir og virðulegir eldri sjálfstæðismenn: Þuríður Pálsdóttir, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Jóhann J. Ólafsson og Lárus Jónsson. En auglýsingin hefði líka getað borið yfirskriftina: Kolkrabbinn styður Gísla. Þarna hefur nefnilega verið safnað saman – vísvitandi eða óvart – mönnum sem lengi stóðu vaktina fyrir gamla Kolkrabbann: Herði Sigurgestssyni, Ólafi B. Thors, Brynjólfi Bjarnasyni, Þorkeli Sigurlaugssyni og Jónasi H. Haralz. Nú má vel vera að þessir karlar höfði til einhverra innan Sjálfstæðisflokksins – en fjandakornið ekki til almennra kjósenda.--- --- ---Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur opnað heimasíðu og þar skemmtir maður sér við að rýna í hverjir styðja hann. Vilhjálmur hefur marga fjöruna sopið í sveitarstjórnum og því kemur kannski ekki á óvart að tveir helstu sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins utan af landi lýsa yfir stuðningi við hann, þeir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Einhverjir kunna kannski að spyrja hvað þeir séu að skipta sér af prófkjöri í Reykjavík?Á myndum af stuðningsmannafundi á heimasíðu Vilhjálms má annars sjá fólk eins og Guðlaug Þór Þórðarson, Markús Örn Antonsson, Ingu Jónu Þórðardóttur, Jón Kristin Snæhólm, Eyþór Arnalds og Bolla Kristinsson – en úbbs, sá síðastnefndi kemur líka fram í auglýsingunni hans Gísla...--- --- ---Annars spyr maður til hvers þurfi eiginlega flokkapólitík í Reykjavík. Líklegt er að næstu kosningar snúist mestanpart um skipulagsmál – þau geta á engan hátt talist flokkspólitísk. Annars eru vinstri sinnaðar áherslur áberandi í málefnaskrám bæði Gísla og Vilhjálms; meiri leikskóli, meiri öldrunarþjónusta, jöfn tækifæri til íþrótta og æskulýðsstarfs, betri matur fyrir börn í skólum.Gísli Marteinn ámálgar reyndar skattalækkanir einhvern tíma í framtíðinni, en það gerir Vilhjálmur ekki – skilur líklega manna best hvernig sveitarfélögin hanga á horriminni, enda vanur að reyna að kreista fé út úr ríkisvaldinu sem formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga.--- --- ---Hvað felst í því að skrifa sögu þingræðis? Er það eitthvað annað en að skrifa sögu þingsins síðustu hundrað árin? Er þetta saga sem á sérstaklega að fjalla um eiðrofið og fjölmiðlamálið og aðrar smákreppur sem þingræðið hefur lent í? Um breytingar á störfum þingsins eða hugmyndum um það? Eða um það hvernig þingmenn hafa látið ráðherra valta yfir sig? Ég verð að játa að ég skil ekki alveg tilganginn.Ráðning flokksgæðingsins Þorsteins Pálssonar er afsökuð með því að hann sé lögfræðimenntaður, það þurfi lögfræðing til að segja þessa sögu. Sólveig Pétursdóttir afgreiðir gagnrýni sagnfræðinga með því að hún sé misskilningur – það er vinsæll frasi.--- --- ---Halldór Ásgrímsson varar við of tíðum þjóðaratkvæðagreiðslum. Þetta er einmitt vandamál hjá okkur – það hefur ekki verið haldin nein þjóðaratkvæðagreiðsla í sextíu ára sögu lýðræðisins. Halldór getur líka trútt um talað, í fyrra hafði hann af þjóðinni atkvæðagreiðslu sem átti að halda lögum samkvæmt – um fjölmiðlalögin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Gísli Marteinn birtir svellfína auglýsingu í blöðunum í morgun; líklega er henni ætlað að sýna að eldra fólk í Sjálfstæðisflokknum telji að Gísla sé treystandi. Einhvern veginn finnst manni skrítið að ungur maður sem boðar breytingar skuli leggja svo mikið upp úr stuðningi gamalmenna, en kannski er þetta bara spurning um hvað teljast góðir siðir í flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið mjög formfastur. Þarna eru líka ýmsir ágætir og virðulegir eldri sjálfstæðismenn: Þuríður Pálsdóttir, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Jóhann J. Ólafsson og Lárus Jónsson. En auglýsingin hefði líka getað borið yfirskriftina: Kolkrabbinn styður Gísla. Þarna hefur nefnilega verið safnað saman – vísvitandi eða óvart – mönnum sem lengi stóðu vaktina fyrir gamla Kolkrabbann: Herði Sigurgestssyni, Ólafi B. Thors, Brynjólfi Bjarnasyni, Þorkeli Sigurlaugssyni og Jónasi H. Haralz. Nú má vel vera að þessir karlar höfði til einhverra innan Sjálfstæðisflokksins – en fjandakornið ekki til almennra kjósenda.--- --- ---Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur opnað heimasíðu og þar skemmtir maður sér við að rýna í hverjir styðja hann. Vilhjálmur hefur marga fjöruna sopið í sveitarstjórnum og því kemur kannski ekki á óvart að tveir helstu sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins utan af landi lýsa yfir stuðningi við hann, þeir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Einhverjir kunna kannski að spyrja hvað þeir séu að skipta sér af prófkjöri í Reykjavík?Á myndum af stuðningsmannafundi á heimasíðu Vilhjálms má annars sjá fólk eins og Guðlaug Þór Þórðarson, Markús Örn Antonsson, Ingu Jónu Þórðardóttur, Jón Kristin Snæhólm, Eyþór Arnalds og Bolla Kristinsson – en úbbs, sá síðastnefndi kemur líka fram í auglýsingunni hans Gísla...--- --- ---Annars spyr maður til hvers þurfi eiginlega flokkapólitík í Reykjavík. Líklegt er að næstu kosningar snúist mestanpart um skipulagsmál – þau geta á engan hátt talist flokkspólitísk. Annars eru vinstri sinnaðar áherslur áberandi í málefnaskrám bæði Gísla og Vilhjálms; meiri leikskóli, meiri öldrunarþjónusta, jöfn tækifæri til íþrótta og æskulýðsstarfs, betri matur fyrir börn í skólum.Gísli Marteinn ámálgar reyndar skattalækkanir einhvern tíma í framtíðinni, en það gerir Vilhjálmur ekki – skilur líklega manna best hvernig sveitarfélögin hanga á horriminni, enda vanur að reyna að kreista fé út úr ríkisvaldinu sem formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga.--- --- ---Hvað felst í því að skrifa sögu þingræðis? Er það eitthvað annað en að skrifa sögu þingsins síðustu hundrað árin? Er þetta saga sem á sérstaklega að fjalla um eiðrofið og fjölmiðlamálið og aðrar smákreppur sem þingræðið hefur lent í? Um breytingar á störfum þingsins eða hugmyndum um það? Eða um það hvernig þingmenn hafa látið ráðherra valta yfir sig? Ég verð að játa að ég skil ekki alveg tilganginn.Ráðning flokksgæðingsins Þorsteins Pálssonar er afsökuð með því að hann sé lögfræðimenntaður, það þurfi lögfræðing til að segja þessa sögu. Sólveig Pétursdóttir afgreiðir gagnrýni sagnfræðinga með því að hún sé misskilningur – það er vinsæll frasi.--- --- ---Halldór Ásgrímsson varar við of tíðum þjóðaratkvæðagreiðslum. Þetta er einmitt vandamál hjá okkur – það hefur ekki verið haldin nein þjóðaratkvæðagreiðsla í sextíu ára sögu lýðræðisins. Halldór getur líka trútt um talað, í fyrra hafði hann af þjóðinni atkvæðagreiðslu sem átti að halda lögum samkvæmt – um fjölmiðlalögin.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun