Gunnar Heiðar meiddur 4. október 2005 00:01 Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla. Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sjá meira
Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla.
Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sjá meira