Óttast um líf sitt vegna Rítu 22. september 2005 00:01 Aron Pálmi Ágústson, sem búsettur er í Beaumont í Texas, óttast um líf sitt þar sem hann fær ekki að yfirgefa heimabæ sinn þrátt fyrir yfirvofandi fellibyl. Hann er hræddur um að ef hann fái leyfi til að fara þá verði það orðið of seint. Aron Pálmi, sem hefur sætt refsivist í Bandaríkjunum í átta ár, býr í bænum Beaumont sem er rétt við ríkjamörk Texas og Louisiana. Þar sem hann er á skilorði fær hann ekki að yfirgefa bæinn þrátt fyrir að yfirvöld bæjarins hafi hvatt alla íbúa til að yfirgefa svæðið. Hann fær þær upplýsingar að hann fái í fyrsta lagi að fara þegar neyðarástandi hafi verið lýst yfir. Aron Pálmi er orðinn virkilega hræddur en síðustu fréttir benda til þes að fellibylurinn muni fara mun nær hans svæði en upphaflega var haldið. Aron Pálmi talaði síðast við skilorðaorðsfulltrúa sinn í gærkvöldi og fékk þá ekki leyfi til að fara. Bæði foreldrar hans og nágrannar hafa yfirgefið svæðið og Aron óttast að tækifæri hans til að yfirgefa svæðið sé glatað. Aron Pálmi segist enn fremur reyna að gera hvað sem hann geti til þess að komast burtu og m.a. hafa samband við íslenska sendirráðið í Washington. Hann er þó að verða úrkula vonar. Aron skrifaði stuðningsmannahópi sínum bréf í gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum að gangi mála. Garðar Sverrisson í stuðningsmannahópi finnst málið allt með ólíkindum. Hann segir að jafnvel þótt þarna væri um að ræða harðsvíraðan glæpamann, sem sé ekki tilfellið, þá myndu að minnsta kosti Íslendingar leyfa slíkum manni að fara. Garðar segir að ekki einu sinni foreldrar hans fái að fara inn í borgina til að sækja hann, fái hann leyfi til að fara, þannig að afstaðan sé eins grimm og kuldaleg og hugsast geti. Garðar segir að íslensk stjórnvöld viti af þessu. Þau hafi vitað af þessu máli öllu síðan 1997 eða 1998 en ekkert aðhafst með þeirri afsökun að þetta heyri undir Texasríkis. Það sé ekki lengur nein afsökun í þessu máli. Þarna sé íslenskur ríkisborgari í nauðum og íslenska sendiráðið í Washington viti af því ásamt utanríkisráðherra og ráðuneyti hans. Verði ekkert gert og komi eitthvað fyrir sé ábyrgðin algjörlega þeirra. Ekki náðist í neinn hjá utanríkisráðuneytinu vegna málsins fyrir hádegi. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Aron Pálmi Ágústson, sem búsettur er í Beaumont í Texas, óttast um líf sitt þar sem hann fær ekki að yfirgefa heimabæ sinn þrátt fyrir yfirvofandi fellibyl. Hann er hræddur um að ef hann fái leyfi til að fara þá verði það orðið of seint. Aron Pálmi, sem hefur sætt refsivist í Bandaríkjunum í átta ár, býr í bænum Beaumont sem er rétt við ríkjamörk Texas og Louisiana. Þar sem hann er á skilorði fær hann ekki að yfirgefa bæinn þrátt fyrir að yfirvöld bæjarins hafi hvatt alla íbúa til að yfirgefa svæðið. Hann fær þær upplýsingar að hann fái í fyrsta lagi að fara þegar neyðarástandi hafi verið lýst yfir. Aron Pálmi er orðinn virkilega hræddur en síðustu fréttir benda til þes að fellibylurinn muni fara mun nær hans svæði en upphaflega var haldið. Aron Pálmi talaði síðast við skilorðaorðsfulltrúa sinn í gærkvöldi og fékk þá ekki leyfi til að fara. Bæði foreldrar hans og nágrannar hafa yfirgefið svæðið og Aron óttast að tækifæri hans til að yfirgefa svæðið sé glatað. Aron Pálmi segist enn fremur reyna að gera hvað sem hann geti til þess að komast burtu og m.a. hafa samband við íslenska sendirráðið í Washington. Hann er þó að verða úrkula vonar. Aron skrifaði stuðningsmannahópi sínum bréf í gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum að gangi mála. Garðar Sverrisson í stuðningsmannahópi finnst málið allt með ólíkindum. Hann segir að jafnvel þótt þarna væri um að ræða harðsvíraðan glæpamann, sem sé ekki tilfellið, þá myndu að minnsta kosti Íslendingar leyfa slíkum manni að fara. Garðar segir að ekki einu sinni foreldrar hans fái að fara inn í borgina til að sækja hann, fái hann leyfi til að fara, þannig að afstaðan sé eins grimm og kuldaleg og hugsast geti. Garðar segir að íslensk stjórnvöld viti af þessu. Þau hafi vitað af þessu máli öllu síðan 1997 eða 1998 en ekkert aðhafst með þeirri afsökun að þetta heyri undir Texasríkis. Það sé ekki lengur nein afsökun í þessu máli. Þarna sé íslenskur ríkisborgari í nauðum og íslenska sendiráðið í Washington viti af því ásamt utanríkisráðherra og ráðuneyti hans. Verði ekkert gert og komi eitthvað fyrir sé ábyrgðin algjörlega þeirra. Ekki náðist í neinn hjá utanríkisráðuneytinu vegna málsins fyrir hádegi.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira