Lækkandi olíuverð 29. júní 2005 00:01 Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði. Í morgun stóð fatið í fimmtíu og átta dollurum. Í dag er að vænta tíðinda af olíubirgðum í Bandaríkjunum sem munu að líkindum hafa töluverð áhrif á verðþróunina, auk þess sem fréttir hafa borist af því að olíuhreinsunarstöðvar starfi nú á methraða. Ennfremur er búist við því að hátt eldsneytisverð hafi slegið nokkuð á eldsneytisnotkun, sem hefur aftur á móti áhrif á verðið. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir olíuverð nú þegar svo hátt að dregið hafi úr hagvexti á heimsvísu um allt að hálft prósentustig. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna hittast svo á fundi í þessari viku og er búist við því að þeir ákveði framleiðsluaukningu um hálfa milljón tunna á dag. Skammt er síðan að OPEC ákvað sambærilega framleiðsluaukningu sem sló þó ekkert á verðið. Fréttastofan Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á olíumarkaði að eftirspurn eftir eldsneyti vaxi enn og verði yfir árið líklega um tvö prósent. Þetta þýði enn meiri hækkun og að líkast til verði fatið komið upp í sextíu og fimm dollara í júlí. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði. Í morgun stóð fatið í fimmtíu og átta dollurum. Í dag er að vænta tíðinda af olíubirgðum í Bandaríkjunum sem munu að líkindum hafa töluverð áhrif á verðþróunina, auk þess sem fréttir hafa borist af því að olíuhreinsunarstöðvar starfi nú á methraða. Ennfremur er búist við því að hátt eldsneytisverð hafi slegið nokkuð á eldsneytisnotkun, sem hefur aftur á móti áhrif á verðið. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir olíuverð nú þegar svo hátt að dregið hafi úr hagvexti á heimsvísu um allt að hálft prósentustig. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna hittast svo á fundi í þessari viku og er búist við því að þeir ákveði framleiðsluaukningu um hálfa milljón tunna á dag. Skammt er síðan að OPEC ákvað sambærilega framleiðsluaukningu sem sló þó ekkert á verðið. Fréttastofan Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á olíumarkaði að eftirspurn eftir eldsneyti vaxi enn og verði yfir árið líklega um tvö prósent. Þetta þýði enn meiri hækkun og að líkast til verði fatið komið upp í sextíu og fimm dollara í júlí.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira