Heldur KA í gíslingu 20. apríl 2005 00:01 Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira