Ford með nýtt fyrirtæki 20. apríl 2005 00:01 Fatahönnuðurinn Tom Ford, ásamt félaga sínum Domenico De Sole, eru risnir úr öskustónni eftir dramatíska uppsögn hjá tískurisanum Gucci fyrir ári. Þeir félagar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem ber það frumlega heiti Tom Ford. Vörur fyrirtækisins verða í tveimur flokkum og munu koma á markað á næsta ári. Annars vegar verður fyrirtækið með snyrtivörur, framleiddar í samvinnu með Estee Lauder, og hins vegar mun það framleiða gleraugu í samvinnu við Marcolin. Tom Ford er best þekktur fyrir að blása nýju lífi í Gucci-fyrirtækið en eftir ósætti við nýjan eiganda Gucci í fyrra, Pinault-Printemps-Redoute, tók hann sér frí frá hönnun, fluttist til Los Angeles og reyndi að gerast kvikmyndaleikstjóri. Ford verður forstjóri Tom Ford en De Sole stjórnarformaður. Fyrirtækið verður í Los Angeles og hönnunarstúdíó í London en fyrirtækið verður fjármagnað með þeim mörgu milljónum sem félagarnir Ford og De Sole þénuðu hjá Gucci. Tom Ford fæddist árið 1962 í Austin í Texas en eyddi barnæskunni í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Um leið og hann hafði vit fyrir sér flutti hann til stóra eplisins, New York, og skráði sig í listasögu við New York-háskóla. En námsleiðin tók sveig þar sem hann ákvað að læra arkitektúr í Parsons hönnunarskólanum í New York og hann kláraði námið þar í París í Frakklandi. Þegar námi lauk flutti hann aftur til New York og árið 1986 gekk hann til liðs við hönnunarteymi fatahönnuðarins Cathy Hardwick. Árið 1988 kom stóra fyrirtækið þegar hann varð hönnunarstjóri hjá Perry Ellis. Tveimur árum seinna fluttist hann til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við kvenmannsfataútibú Gucci. Árið 1992 færði hann sig upp á við og var enn og aftur orðinn hönnunarstjóri. Frægustu hönnuðir heims sáu strax að hér var um náttúruhæfileika að ræða og varð hann fljótt einn af þeim. Ford hefur unnið til margra verðlauna síðan hann byrjaði í bransanum, þar á meðal var hann valinn alþjóðlegur hönnuður ársins 1996, hefur hlotið fern VH-1 tískuverðlaun, var valinn kvenfatahönnuður ársins 1999 og hlaut Elle Style Icon verðlaunin árið 1999.Tom Ford er einn vinsælasti fatahönnuður heims og hefur gert garðinn frægan með fágaðri, stílhreinni en jafnframt ögrandi hönnun. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fatahönnuðurinn Tom Ford, ásamt félaga sínum Domenico De Sole, eru risnir úr öskustónni eftir dramatíska uppsögn hjá tískurisanum Gucci fyrir ári. Þeir félagar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem ber það frumlega heiti Tom Ford. Vörur fyrirtækisins verða í tveimur flokkum og munu koma á markað á næsta ári. Annars vegar verður fyrirtækið með snyrtivörur, framleiddar í samvinnu með Estee Lauder, og hins vegar mun það framleiða gleraugu í samvinnu við Marcolin. Tom Ford er best þekktur fyrir að blása nýju lífi í Gucci-fyrirtækið en eftir ósætti við nýjan eiganda Gucci í fyrra, Pinault-Printemps-Redoute, tók hann sér frí frá hönnun, fluttist til Los Angeles og reyndi að gerast kvikmyndaleikstjóri. Ford verður forstjóri Tom Ford en De Sole stjórnarformaður. Fyrirtækið verður í Los Angeles og hönnunarstúdíó í London en fyrirtækið verður fjármagnað með þeim mörgu milljónum sem félagarnir Ford og De Sole þénuðu hjá Gucci. Tom Ford fæddist árið 1962 í Austin í Texas en eyddi barnæskunni í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Um leið og hann hafði vit fyrir sér flutti hann til stóra eplisins, New York, og skráði sig í listasögu við New York-háskóla. En námsleiðin tók sveig þar sem hann ákvað að læra arkitektúr í Parsons hönnunarskólanum í New York og hann kláraði námið þar í París í Frakklandi. Þegar námi lauk flutti hann aftur til New York og árið 1986 gekk hann til liðs við hönnunarteymi fatahönnuðarins Cathy Hardwick. Árið 1988 kom stóra fyrirtækið þegar hann varð hönnunarstjóri hjá Perry Ellis. Tveimur árum seinna fluttist hann til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við kvenmannsfataútibú Gucci. Árið 1992 færði hann sig upp á við og var enn og aftur orðinn hönnunarstjóri. Frægustu hönnuðir heims sáu strax að hér var um náttúruhæfileika að ræða og varð hann fljótt einn af þeim. Ford hefur unnið til margra verðlauna síðan hann byrjaði í bransanum, þar á meðal var hann valinn alþjóðlegur hönnuður ársins 1996, hefur hlotið fern VH-1 tískuverðlaun, var valinn kvenfatahönnuður ársins 1999 og hlaut Elle Style Icon verðlaunin árið 1999.Tom Ford er einn vinsælasti fatahönnuður heims og hefur gert garðinn frægan með fágaðri, stílhreinni en jafnframt ögrandi hönnun.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira