Gaflarar berast á banaspjótum 4. apríl 2005 00:01 Lokahnykkurinn á löngu handboltatímabili byrjar í kvöld þegar átta liða úrslit í DHL-deild karla hefjast en öll átta liðin verða í eldlínunni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka hefja sína baráttu gegn nágrönnunum og erkifjendunum í FH en fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum. FH-ingar eru ekki taldir líklegir til afreka í þessari rimmu enda tryggðu þeir sér sæti í úrslitakeppninni með naumum sigri á Víkingi í umspili en á sama tíma sigruðu Haukar úrvalsdeildina. Styrkleikamunurinn er því ansi mikill en allt getur gerst í úrslitakeppninni þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök. Sú rimma sem fyrir fram er talin mest spennandi er viðureign Vals og HK. Bæði lið hafa verið frekar óstöðug í vetur en miklar væntingar voru gerðar til HK-liðsins og þeim var meðal annars spáð Íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum liðanna síðasta haust. Það hefur hallað undan fæti hjá Kópavogsbúum í síðustu leikjum en Valsmenn hafa verið að styrkjast frekar en annað upp á síðkastið. Rimma ÍR og KA verður einnig áhugaverð en bikarmeistarar ÍR mæta til leiks með laskað lið en landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson mun reyna að leika meiddur í úrslitakeppninni en hann þarf að fara í speglun fyrr frekar en síðar. ÍBV hefur verið á stöðugri uppleið í allan vetur og þeir eru margir sem spá því að þeir fari langt í vetur. Sérstaklega eftir að þeir fengu stórskyttuna Tite Kalandadze í sínar raðir. Eyjamenn taka á móti Fram sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að sigra 1. deildina. Framarar tefla fram frekar ungu liði og mat sérfræðinga er að þeir verði auðveld bráð fyrir lið ÍBV. Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Lokahnykkurinn á löngu handboltatímabili byrjar í kvöld þegar átta liða úrslit í DHL-deild karla hefjast en öll átta liðin verða í eldlínunni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka hefja sína baráttu gegn nágrönnunum og erkifjendunum í FH en fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum. FH-ingar eru ekki taldir líklegir til afreka í þessari rimmu enda tryggðu þeir sér sæti í úrslitakeppninni með naumum sigri á Víkingi í umspili en á sama tíma sigruðu Haukar úrvalsdeildina. Styrkleikamunurinn er því ansi mikill en allt getur gerst í úrslitakeppninni þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök. Sú rimma sem fyrir fram er talin mest spennandi er viðureign Vals og HK. Bæði lið hafa verið frekar óstöðug í vetur en miklar væntingar voru gerðar til HK-liðsins og þeim var meðal annars spáð Íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum liðanna síðasta haust. Það hefur hallað undan fæti hjá Kópavogsbúum í síðustu leikjum en Valsmenn hafa verið að styrkjast frekar en annað upp á síðkastið. Rimma ÍR og KA verður einnig áhugaverð en bikarmeistarar ÍR mæta til leiks með laskað lið en landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson mun reyna að leika meiddur í úrslitakeppninni en hann þarf að fara í speglun fyrr frekar en síðar. ÍBV hefur verið á stöðugri uppleið í allan vetur og þeir eru margir sem spá því að þeir fari langt í vetur. Sérstaklega eftir að þeir fengu stórskyttuna Tite Kalandadze í sínar raðir. Eyjamenn taka á móti Fram sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að sigra 1. deildina. Framarar tefla fram frekar ungu liði og mat sérfræðinga er að þeir verði auðveld bráð fyrir lið ÍBV.
Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira