Heimavöllurinn mun reynast drjúgur 18. mars 2005 00:01 Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri." Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri."
Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira