Borg fyrir bíla 11. mars 2005 00:01 Birtist í DV 12. mars 2005 Um daginn talaði á ráðstefnu hjá Verkfræðingafélaginu Bandaríkjamaður sem heitir Scott Rutherford. Verkfræðingarnir íslensku sátu opinmynntir og hlustuðu á þennan kunna sérfræðing segja að það vanti ekki fleiri umferðarmannvirki hér í Reykjavík. Umferðin hérna sé ekkert vandamál. Verkfræðingar ættu að hætta að leita lausna á ímynduðum umferðarvandamálum. Útþenslumörk borgar Rutherford lýsti reynslunni frá heimaborg sinni, Seattle, sagði að þar væru menn löngu hættir að byggja ný umferðarmannvirki. Þar mótmæltu íbúarnir mislægum gatnamótum og hraðbrautum. Borgararnir Seattle hafa gert sér grein fyrir að þeir hafa ekki efni á að þenja út gatnakerfið meira en orðið er - þeir rétt ná að halda við því sem fyrir er. Þannig hefur Seattleborg sett sér það sem kallast "growth boundary" - útþenslumörk - það er dreginn hringur kringum borgina og ákveðið að ekki skuli byggt utan hans. Innan hringsins er lögð áhersla á að bæta almenningssamgöngur og íbúarnir hvattir til að ferðast ekki einir í bílum. Í Bandaríkjunum er almenn sóun og eyðilegging á náttúrunni slik að menn eru loks að vakna til vitundar um umhverfisáhrif borga - það sem heitir "urban sprawl" Borg sem þenur sig út um allar grundir er talin vandamál. Henni fylgir óskapleg orkusóun, bruðl með dýrmætt land og óhófleg eyðsla á tíma borgaranna. Við getum skoðað borgarbyggðina á suðvesturhorni Íslands í þessu samhengi. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur útþensla borgarinnar verið óskapleg, miklu meiri en íbúafjöldinn kallar á. Íbúafjöldinn hefur fjórfaldast en landþörfin fertugfaldast. Ef fer sem horfir er ekki langt í að almennilegt byggingaland á svæðinu verði uppurið - þá erum við farin að byggja lengst uppi á heiðum eða í rokinu á Kjalarnesi. Múlbundnir þingmenn Nú í vikunni fór fram umræða um Reykjavíkurflugvöll á Alþingi. Eins og venjulega hættu fáir sér til að tala fyrir þeirri hugmynd að hann verði látinn fara. Tveir þingmenn frá Suðurnesjum sem vilja af byggðapólitískum ástæðum fá innanlandsflugið til Keflavíkur fóru í pontu - sá eini sem hélt ræðu af þingmönnum Reykjavíkur var Helgi Hjörvar. Ungum sjálfstæðisþingmanni varð að orði meðan umræðan stóð yfir að þarna töluðu bara þeir flokksfélagar hans sem búa lengst frá þessu svæði. Ég verð að geta mér til hvers vegna hann stóð ekki upp sjálfur - flokksaginn er jú býsna sterkur í Sjálfstæðisflokknum. Stórsóknarfórn borgarstjóra Maður er enn að melta samkomulag Sturlu Böðvarssonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um flugvöllinn. Ein skömmin er náttúrlega að þetta skyldi komast upp þegar því var lekið í fréttirnar á Stöð 2. Hvenær stóð til að kynna samninginn fyrir borgarbúum? Steinunn hefur að vísu reynt að halda því fram að þetta sé "minnisblað" - þeir sem hafa lesið plaggið fá samt ekki betur séð en að það sé bona fide samningur. Hvað á maður svo að kalla þetta: Skipulagt undanhald? Stórsóknarfórn? Flótta sem er brostinn í liðið? Það virðist vera að borgin láti hérumbil allt en fái ekkert í staðinn. Það er talað um að fækka flugbrautunum;Steinunn Valdís kynnir það sem einn kost samkomulagsins að hægt verði að notast við eina flugbraut. Svo kemur Sturla Böðvarsson upp í þinginu fáum dögum síðar og segir að ekki sé hægt að komast af með færri flugbrautir. Hverju á maður að trúa? Höndin étin af Einn borgarfulltrúi orðaði það svo við mig að það væri varasamt að rétta þessu liði fingur - menn kæmu út úr því með hálfétna hönd. Heimildamaður sem hefur fylgst með undirbúningi samgöngumiðstöðvarinnar tjáir mér að það hefði komið mest á óvart hversu meðfærilegur borgarstjórinn var í samningunum. Viðsemjendurnir hefðu búist við því að hún seldi sig miklu dýrar, enda væri þeim fullvel í ljóst hversu byggingarétturinn í Vatnsmýri er verðmætur. Talnabrellur Eitt af því sem er sérlega óheppilegt í þessu máli er hversu upplýsingarnar eru alltaf lélegar - maður getur í raun engu treyst. Í skýrslunni um samgöngumiðstöðina er reynt að fela hversu óhagkvæm hún er. Þetta er kynnt sem einkaframkvæmd - þá er kannski ekki eins áberandi hversu fáránlega kostnaðarsamt fyrirtækið er. Samt er ekki hægt að leyna því að ríkið mun þurfa að greiða hundruð milljóna með samgöngumiðstöðinni. Einkaaðilar sem eiga að reka þetta munu þurfa að fá mikla meðgjöf. Við höfum oft fengið að kynnast ómerkilegum brellum af þessu tagi. Í bæklingi sem flugmálastjórn og samgönguráðuneytið gáfu út stuttu fyrir flugvallarkosninguna 2001 var því haldið fram að 750 þúsund farþegar myndu fara um Reykjavíkurflugvöll árið 2020. Þessar tölur voru hreinn skáldskapur. Á sama hátt hefur þurft að ýkja farþegafjöldann í tengslum við byggingu samgöngumiðstöðvarinnar þegar staðreyndin er sú að farþegarnir eru nú um 1000 á dag. Ekkert bendir til annars en að þeim muni enn fara fækkandi - aðallega af þeirri einföldu ástæðu að íbúafjöldi á landsbyggðinni er að dragast saman. Fólksfækkunin er meira að segja einna mest á stöðum sem er flogið reglulega til, Vestmannaeyjum og Ísafirði. Rakalítið og yfirborðskennt Það er erfitt að ræða mál á þessum nótum. Undireins og stungið er upp á einhverjum lausnum - eins og til dæmis að koma upp litlum flugvelli utan við bæinn eru fundin á því öll tormerki. Sveinn Guðmundsson heitir maður sem eftir "áratuga verkfræðistarfsemi" á Keflavíkurflugvelli skrifar ágætar greinar um skipulagsmál í Morgunblaðið. Sveinn ræðir um hversu erfitt er að fá upplýsingar um flugtæknileg atriði sem þó eru notuð þegar þarf að skjóta niður hugmyndir. Í framhaldi af þessu nefnir hann dæmi um hversu "rakalítil og yfirborðskennd" umræðan er. Hann skrifar að þegar flugmálastjórninni henti séu hliðarvindmörk sögð vera 13 hnútar, en telur eftir starf sitt á Keflavíkurflugvelli að Fokkerflugvélar í innanlandsflugi þoli allt að 26 hnúta/kls þvert á flugstefnu. Ég ætla ekki að þykjast hafa vit á flugtækni, en þetta vekur efasemdir um þá talnaleikfimi sem er stunduð. Eins og amerískar bílaborgir Nú er lagt til að ráðin verði bót á húsnæðiseftirspurn í borginni með því að útdeila lóðum í Geldinganesi og Gunnunesi - við stefnum óðfluga upp á Kjalarnes. Hinb dreifða borg mun enn breiða úr sér - á meðfylgjandi skýringarmynd má glöggt sjá hvert við stefnum. Það er líkast því að tíminn sem fólk eyðir í bílum sínum á leið milli staða skipti engu máli. Þéttleiki byggðarinnar í Reykjavík stefnir í að verða álíka mikill og í mestu bílaborgum Ameríku. Við getum nefnt sem dæmi Los Angeles. Hún er svo dreifð að talið er að meðalíbúinn þar eyði fimmtán sólarhringum á ári í bíl á leið til og frá vinnu, ekki er tekinn inn í myndina annar akstur. Unga fólkið í úthverfin Í slíkri borg er óhugsandi að byggja umferðarmannvirki sem fullnægja kröfum borgaranna - það er ekki til landrými og samfélagið stendur einfaldlega ekki undir því. Almenningssamgöngur verða ónothæfar eða leggjast af. Í Los Angeles hafa bílaframleiðendur raunar meðvitað grafið undan almenningssamgöngum. Það er enginn valkostur við bílinn - en um leið er næstum ómögulegt að komast sína leið á honum. Þetta er vítahringur sem ógjörningur er að komast úr. Hér í höfuðborginni virðist stefnan vera sú að hola unga fólkinu niður langt fyrir utan bæinn, líkt og menn séu ekki enn farnir að skilja að það eru lífsgæði að búa nálægt skólanum sínum eða vinnunni. Maður gæti haldið að hin frumstæða bifreiðadýrkun sé slík að það sé álítið spennandi að vera í eilífum bíltúr. Lífsgæði að láni Hér þurfum við þó ekki að eiga við annan vanda sem herjar í borg eins og Los Angeles. Hið ofboðslega vonda loft. Eina ástæðan er raunar sú að hér blæs mengunin á haf út. Útblásturinn héðan fer út í andrúmsloftið rétt eins og í LA. Það hlýtur að standa upp á okkur að sýna ögn meiri ábyrgðarkennd - er ekki talið að gróðurhúsaáhrif geti valdið einna mestum spjöllum hér á norðurhveli jarðar? Við sjáum jöklana beinlínis bráðna fyrir augunum á okkur. Viðsnúningur Golfstraumsins er hrollvekjandi tilhugsun í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er ekki flókið dæmi: Við erum að taka eitthvað sem við metum sem lífsgæði að láni frá komandi kynslóðum, börnunum okkar. Við erum líka að taka frá íbúum fátækari landa - í þeim skilningi að ef þeir tækju upp svipaða lífshætti og við myndi fljótlega blasa auðlindaþurrð og óviðráðanleg mengun. Þetta gerum við meðal annars vegna þess að við erum orðin háð bílaflota sem sífellt stækkar og bifreiðum sem verða stærri og stærri? Hvað varð um lexíur olíukreppunnar? Áttu bílarnir ekki að minnka, ganga fyrir nýjum orkugjöfum? Hversu lengi lifum við í svona lygasögu áður en við horfum fram á almenna hnignun? Skammsýnir stjórnmálamenn Það er talað um að einn hluti vandans séu stjórnmálamenn sem ekki geti séð stórt samhengi hlutanna, hugsi bara í kjörtímabilum. Raunar er til kenning um að pólitíkusar hugsi einungis í níutíu daga tímabilum - ef þeir geti sloppið heilir í gegnum níutíu daga í senn séu þeir ánægðir. Eftir á að hyggja dáum við samt pólitíkusa sem taka erfiðar ákvarðanir, segja óþægilegan sannleika. Churchill er hetja, Chamberlain fáráðlingur. Svikin umhverfisstefna Annars eru þetta ekki tíðindi, hér á landi er búið að setja þetta allt niður í Staðardagskrá 21 sem er eins konar umhverfisstefna fyrir sveitarfélögin. Þar voru fyrirheit um minni akstur og bætta nýtingu lands. Henni er bara ekki fylgt. Eins og er virðast menn ætla að sættast á að prumpa niður byggingum kringum flugvöllinn án skipulags, allt í stíl iðnaðarhverfa, umkringt bílastæðum og túnbleðlum. Byggja svo íbúðarhúsnæði lengst fyrir utan bæinn. Þannig verður fljótlega búið að klúðra öllu skipulagi í höfuðborginni. Ég talaði í upphafi greinarinnar um Scott Rutherford, verkfræðinginn frá Seattle. Lykilorðið í máli hans var landnýting, ekki meiri sóun - "smart growth", "growth management", "transportation planning". Við eigum að skilja oddvitana í borginni eftir, röflandi í sínum umræðuþætti og fara að tala um almennilegar hugmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Birtist í DV 12. mars 2005 Um daginn talaði á ráðstefnu hjá Verkfræðingafélaginu Bandaríkjamaður sem heitir Scott Rutherford. Verkfræðingarnir íslensku sátu opinmynntir og hlustuðu á þennan kunna sérfræðing segja að það vanti ekki fleiri umferðarmannvirki hér í Reykjavík. Umferðin hérna sé ekkert vandamál. Verkfræðingar ættu að hætta að leita lausna á ímynduðum umferðarvandamálum. Útþenslumörk borgar Rutherford lýsti reynslunni frá heimaborg sinni, Seattle, sagði að þar væru menn löngu hættir að byggja ný umferðarmannvirki. Þar mótmæltu íbúarnir mislægum gatnamótum og hraðbrautum. Borgararnir Seattle hafa gert sér grein fyrir að þeir hafa ekki efni á að þenja út gatnakerfið meira en orðið er - þeir rétt ná að halda við því sem fyrir er. Þannig hefur Seattleborg sett sér það sem kallast "growth boundary" - útþenslumörk - það er dreginn hringur kringum borgina og ákveðið að ekki skuli byggt utan hans. Innan hringsins er lögð áhersla á að bæta almenningssamgöngur og íbúarnir hvattir til að ferðast ekki einir í bílum. Í Bandaríkjunum er almenn sóun og eyðilegging á náttúrunni slik að menn eru loks að vakna til vitundar um umhverfisáhrif borga - það sem heitir "urban sprawl" Borg sem þenur sig út um allar grundir er talin vandamál. Henni fylgir óskapleg orkusóun, bruðl með dýrmætt land og óhófleg eyðsla á tíma borgaranna. Við getum skoðað borgarbyggðina á suðvesturhorni Íslands í þessu samhengi. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur útþensla borgarinnar verið óskapleg, miklu meiri en íbúafjöldinn kallar á. Íbúafjöldinn hefur fjórfaldast en landþörfin fertugfaldast. Ef fer sem horfir er ekki langt í að almennilegt byggingaland á svæðinu verði uppurið - þá erum við farin að byggja lengst uppi á heiðum eða í rokinu á Kjalarnesi. Múlbundnir þingmenn Nú í vikunni fór fram umræða um Reykjavíkurflugvöll á Alþingi. Eins og venjulega hættu fáir sér til að tala fyrir þeirri hugmynd að hann verði látinn fara. Tveir þingmenn frá Suðurnesjum sem vilja af byggðapólitískum ástæðum fá innanlandsflugið til Keflavíkur fóru í pontu - sá eini sem hélt ræðu af þingmönnum Reykjavíkur var Helgi Hjörvar. Ungum sjálfstæðisþingmanni varð að orði meðan umræðan stóð yfir að þarna töluðu bara þeir flokksfélagar hans sem búa lengst frá þessu svæði. Ég verð að geta mér til hvers vegna hann stóð ekki upp sjálfur - flokksaginn er jú býsna sterkur í Sjálfstæðisflokknum. Stórsóknarfórn borgarstjóra Maður er enn að melta samkomulag Sturlu Böðvarssonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um flugvöllinn. Ein skömmin er náttúrlega að þetta skyldi komast upp þegar því var lekið í fréttirnar á Stöð 2. Hvenær stóð til að kynna samninginn fyrir borgarbúum? Steinunn hefur að vísu reynt að halda því fram að þetta sé "minnisblað" - þeir sem hafa lesið plaggið fá samt ekki betur séð en að það sé bona fide samningur. Hvað á maður svo að kalla þetta: Skipulagt undanhald? Stórsóknarfórn? Flótta sem er brostinn í liðið? Það virðist vera að borgin láti hérumbil allt en fái ekkert í staðinn. Það er talað um að fækka flugbrautunum;Steinunn Valdís kynnir það sem einn kost samkomulagsins að hægt verði að notast við eina flugbraut. Svo kemur Sturla Böðvarsson upp í þinginu fáum dögum síðar og segir að ekki sé hægt að komast af með færri flugbrautir. Hverju á maður að trúa? Höndin étin af Einn borgarfulltrúi orðaði það svo við mig að það væri varasamt að rétta þessu liði fingur - menn kæmu út úr því með hálfétna hönd. Heimildamaður sem hefur fylgst með undirbúningi samgöngumiðstöðvarinnar tjáir mér að það hefði komið mest á óvart hversu meðfærilegur borgarstjórinn var í samningunum. Viðsemjendurnir hefðu búist við því að hún seldi sig miklu dýrar, enda væri þeim fullvel í ljóst hversu byggingarétturinn í Vatnsmýri er verðmætur. Talnabrellur Eitt af því sem er sérlega óheppilegt í þessu máli er hversu upplýsingarnar eru alltaf lélegar - maður getur í raun engu treyst. Í skýrslunni um samgöngumiðstöðina er reynt að fela hversu óhagkvæm hún er. Þetta er kynnt sem einkaframkvæmd - þá er kannski ekki eins áberandi hversu fáránlega kostnaðarsamt fyrirtækið er. Samt er ekki hægt að leyna því að ríkið mun þurfa að greiða hundruð milljóna með samgöngumiðstöðinni. Einkaaðilar sem eiga að reka þetta munu þurfa að fá mikla meðgjöf. Við höfum oft fengið að kynnast ómerkilegum brellum af þessu tagi. Í bæklingi sem flugmálastjórn og samgönguráðuneytið gáfu út stuttu fyrir flugvallarkosninguna 2001 var því haldið fram að 750 þúsund farþegar myndu fara um Reykjavíkurflugvöll árið 2020. Þessar tölur voru hreinn skáldskapur. Á sama hátt hefur þurft að ýkja farþegafjöldann í tengslum við byggingu samgöngumiðstöðvarinnar þegar staðreyndin er sú að farþegarnir eru nú um 1000 á dag. Ekkert bendir til annars en að þeim muni enn fara fækkandi - aðallega af þeirri einföldu ástæðu að íbúafjöldi á landsbyggðinni er að dragast saman. Fólksfækkunin er meira að segja einna mest á stöðum sem er flogið reglulega til, Vestmannaeyjum og Ísafirði. Rakalítið og yfirborðskennt Það er erfitt að ræða mál á þessum nótum. Undireins og stungið er upp á einhverjum lausnum - eins og til dæmis að koma upp litlum flugvelli utan við bæinn eru fundin á því öll tormerki. Sveinn Guðmundsson heitir maður sem eftir "áratuga verkfræðistarfsemi" á Keflavíkurflugvelli skrifar ágætar greinar um skipulagsmál í Morgunblaðið. Sveinn ræðir um hversu erfitt er að fá upplýsingar um flugtæknileg atriði sem þó eru notuð þegar þarf að skjóta niður hugmyndir. Í framhaldi af þessu nefnir hann dæmi um hversu "rakalítil og yfirborðskennd" umræðan er. Hann skrifar að þegar flugmálastjórninni henti séu hliðarvindmörk sögð vera 13 hnútar, en telur eftir starf sitt á Keflavíkurflugvelli að Fokkerflugvélar í innanlandsflugi þoli allt að 26 hnúta/kls þvert á flugstefnu. Ég ætla ekki að þykjast hafa vit á flugtækni, en þetta vekur efasemdir um þá talnaleikfimi sem er stunduð. Eins og amerískar bílaborgir Nú er lagt til að ráðin verði bót á húsnæðiseftirspurn í borginni með því að útdeila lóðum í Geldinganesi og Gunnunesi - við stefnum óðfluga upp á Kjalarnes. Hinb dreifða borg mun enn breiða úr sér - á meðfylgjandi skýringarmynd má glöggt sjá hvert við stefnum. Það er líkast því að tíminn sem fólk eyðir í bílum sínum á leið milli staða skipti engu máli. Þéttleiki byggðarinnar í Reykjavík stefnir í að verða álíka mikill og í mestu bílaborgum Ameríku. Við getum nefnt sem dæmi Los Angeles. Hún er svo dreifð að talið er að meðalíbúinn þar eyði fimmtán sólarhringum á ári í bíl á leið til og frá vinnu, ekki er tekinn inn í myndina annar akstur. Unga fólkið í úthverfin Í slíkri borg er óhugsandi að byggja umferðarmannvirki sem fullnægja kröfum borgaranna - það er ekki til landrými og samfélagið stendur einfaldlega ekki undir því. Almenningssamgöngur verða ónothæfar eða leggjast af. Í Los Angeles hafa bílaframleiðendur raunar meðvitað grafið undan almenningssamgöngum. Það er enginn valkostur við bílinn - en um leið er næstum ómögulegt að komast sína leið á honum. Þetta er vítahringur sem ógjörningur er að komast úr. Hér í höfuðborginni virðist stefnan vera sú að hola unga fólkinu niður langt fyrir utan bæinn, líkt og menn séu ekki enn farnir að skilja að það eru lífsgæði að búa nálægt skólanum sínum eða vinnunni. Maður gæti haldið að hin frumstæða bifreiðadýrkun sé slík að það sé álítið spennandi að vera í eilífum bíltúr. Lífsgæði að láni Hér þurfum við þó ekki að eiga við annan vanda sem herjar í borg eins og Los Angeles. Hið ofboðslega vonda loft. Eina ástæðan er raunar sú að hér blæs mengunin á haf út. Útblásturinn héðan fer út í andrúmsloftið rétt eins og í LA. Það hlýtur að standa upp á okkur að sýna ögn meiri ábyrgðarkennd - er ekki talið að gróðurhúsaáhrif geti valdið einna mestum spjöllum hér á norðurhveli jarðar? Við sjáum jöklana beinlínis bráðna fyrir augunum á okkur. Viðsnúningur Golfstraumsins er hrollvekjandi tilhugsun í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er ekki flókið dæmi: Við erum að taka eitthvað sem við metum sem lífsgæði að láni frá komandi kynslóðum, börnunum okkar. Við erum líka að taka frá íbúum fátækari landa - í þeim skilningi að ef þeir tækju upp svipaða lífshætti og við myndi fljótlega blasa auðlindaþurrð og óviðráðanleg mengun. Þetta gerum við meðal annars vegna þess að við erum orðin háð bílaflota sem sífellt stækkar og bifreiðum sem verða stærri og stærri? Hvað varð um lexíur olíukreppunnar? Áttu bílarnir ekki að minnka, ganga fyrir nýjum orkugjöfum? Hversu lengi lifum við í svona lygasögu áður en við horfum fram á almenna hnignun? Skammsýnir stjórnmálamenn Það er talað um að einn hluti vandans séu stjórnmálamenn sem ekki geti séð stórt samhengi hlutanna, hugsi bara í kjörtímabilum. Raunar er til kenning um að pólitíkusar hugsi einungis í níutíu daga tímabilum - ef þeir geti sloppið heilir í gegnum níutíu daga í senn séu þeir ánægðir. Eftir á að hyggja dáum við samt pólitíkusa sem taka erfiðar ákvarðanir, segja óþægilegan sannleika. Churchill er hetja, Chamberlain fáráðlingur. Svikin umhverfisstefna Annars eru þetta ekki tíðindi, hér á landi er búið að setja þetta allt niður í Staðardagskrá 21 sem er eins konar umhverfisstefna fyrir sveitarfélögin. Þar voru fyrirheit um minni akstur og bætta nýtingu lands. Henni er bara ekki fylgt. Eins og er virðast menn ætla að sættast á að prumpa niður byggingum kringum flugvöllinn án skipulags, allt í stíl iðnaðarhverfa, umkringt bílastæðum og túnbleðlum. Byggja svo íbúðarhúsnæði lengst fyrir utan bæinn. Þannig verður fljótlega búið að klúðra öllu skipulagi í höfuðborginni. Ég talaði í upphafi greinarinnar um Scott Rutherford, verkfræðinginn frá Seattle. Lykilorðið í máli hans var landnýting, ekki meiri sóun - "smart growth", "growth management", "transportation planning". Við eigum að skilja oddvitana í borginni eftir, röflandi í sínum umræðuþætti og fara að tala um almennilegar hugmyndir.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun