Eru ekki nógu góðir 28. janúar 2005 00:01 Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. [email protected] Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Sjá meira
Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. [email protected]
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Sjá meira