Verðum ekki meðal sex efstu 17. janúar 2005 00:01 "Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Geir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og eru þeir fáir sem þekkja íslenskan handbolta eða handboltamenn betur en hann. Segir Geir að ýmislegt ætti að hjálpa landsliðinu í Túnis en kalt mat á stöðunni sé að á brattann verði að sækja fyrir landann. "Það jákvæða er að þarna erum við að mæta til leiks með nýjan hóp og nýjan þjálfara og það er að mínu viti lítil sem engin pressa á liðinu. Það munar miklu fyrir marga af þessum nýju strákum að geta spilað án þess að hafa áhyggjur af miklum væntingum. Þannig er nokk sama hvernig fer að landsliðsþjálfarinn getur alltaf gripið til þeirra skýringa að liðið sé nýtt og tíma taki að þjappa slíkum hóp saman." Þrátt fyrir þessa annmarka hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari látið hafa eftir sér að takmark íslenska liðsins sé að ná einu af efstu sex sætunum á mótinu. Geir telur líkurnar á því litlar sem engar. "Mín tilfinning er sú að við komumst ekki í hóp sex efstu miðað við þá andstæðinga sem við erum að takast á við.Til að ná sjötta sætinu þurfum við að vera í einu af þremur efstu sætunum í milliriðli og það aftur þýðir að við þurfum helst að sigra okkar eigin riðil og það er aðeins meira en að segja það." Í B riðli eru auk Íslands, Slóvenía, Rússland, Alsír, Tékkland og Kúveit en takist Íslendingum að klára riðilinn í fyrsta eða öðru sæti taka ekki við auðveldari lið í milliriðlum eða Frakkar og Danir. "Sé miðað við hversu sterkar þessar þjóðir eru þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að við náum ekki sjötta sæti, hvað þá að vera ofar en það." Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Sjá meira
"Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Geir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og eru þeir fáir sem þekkja íslenskan handbolta eða handboltamenn betur en hann. Segir Geir að ýmislegt ætti að hjálpa landsliðinu í Túnis en kalt mat á stöðunni sé að á brattann verði að sækja fyrir landann. "Það jákvæða er að þarna erum við að mæta til leiks með nýjan hóp og nýjan þjálfara og það er að mínu viti lítil sem engin pressa á liðinu. Það munar miklu fyrir marga af þessum nýju strákum að geta spilað án þess að hafa áhyggjur af miklum væntingum. Þannig er nokk sama hvernig fer að landsliðsþjálfarinn getur alltaf gripið til þeirra skýringa að liðið sé nýtt og tíma taki að þjappa slíkum hóp saman." Þrátt fyrir þessa annmarka hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari látið hafa eftir sér að takmark íslenska liðsins sé að ná einu af efstu sex sætunum á mótinu. Geir telur líkurnar á því litlar sem engar. "Mín tilfinning er sú að við komumst ekki í hóp sex efstu miðað við þá andstæðinga sem við erum að takast á við.Til að ná sjötta sætinu þurfum við að vera í einu af þremur efstu sætunum í milliriðli og það aftur þýðir að við þurfum helst að sigra okkar eigin riðil og það er aðeins meira en að segja það." Í B riðli eru auk Íslands, Slóvenía, Rússland, Alsír, Tékkland og Kúveit en takist Íslendingum að klára riðilinn í fyrsta eða öðru sæti taka ekki við auðveldari lið í milliriðlum eða Frakkar og Danir. "Sé miðað við hversu sterkar þessar þjóðir eru þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að við náum ekki sjötta sæti, hvað þá að vera ofar en það."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Sjá meira