Matarverð verður að lækka 17. desember 2005 00:01 Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um verð á matvörum á Norðurlöndum miðað við nokkur önnur lönd í Evrópu hefur vakið miklar umræður hér vegna þess hve Ísland sker sig úr varðandi hátt verð á þessum vörum. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þessar staðreyndir eru lagðar á borðið og vekja mikla athygli, því árið 2001 gáfu samkeppnisyfirvöld út ítarlega skýrslu um matvörumarkaðinn sem sýndi að verð hér var yfirleitt hærra en í viðmiðunarlöndunum. Það hefur löngum verið talað um að það séu íslensku landbúnaðarvörurnar fyrst og fremst sem valda þessum mikla verðmun en þarna kemur líka fleira til, svo sem mikil samþjöppun verslana á matvörumarkaði á síðustu árum. Sú þróun hefur reyndar líka átt sér stað annars staðar á Norðurlöndum en þar virðist vera meira jafnræði með keppinautum en hér, þar sem sama fyrirtækjasamstæða er með um og yfir helming af matvörumarkaðnum, og því er ábyrgð forráðamanna Haga mikil í þessum efnum. Það er líka horft mjög til þess hvernig helstu keppinautar á matvörumarkaði haga sér og uppákomur sem urðu fyrr á þessu ári ná auðvitað engri átt. Það sér hver heilvita maður að fyrirtækin eru að gefa með mjólkinni þegar lítrinn er seldur á aðeins nokkrar krónur. Auðvitað notfæra neytendur sér þetta, en þegar upp er staðið tapa allir á svona tiltækjum. Það er hins vegar þakkarvert að lágvöruverslanir á matvörumarkaði og fleiri verslanakeðjur sem hafa teygt anga sína víða um land eru með sama verð á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Þetta hefur skipt sköpum fyrir landsbyggðarfólk eins og dæmin sanna, svo sem eins og á Ísafirði. Það er líka horft mjög til þess hvernig helstu keppinautar á matvörumarkaði haga sér og uppákomur sem urðu fyrr á þessu ári ná auðvitað engri átt. Almennt er viðurkennt að íslenskar landbúnaðarvörur séu góðar, þótt verðið mætti vera lægra. Á móti kemur að margir eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir vörur sem framleiddar eru hér innanlands heldur en innfluttar vörur. Við Íslendingar verðum að geta brauðfætt okkur og vera ekki upp á aðra komnir með nauðsynlegustu matvæli. Það er hlutur stjórnvalda að sjá til þess. Þau verða líka að hafa kjark til þess að veita landbúnaðinum réttmætan stuðning, líkt og gert er í löndum nær og fjær. Menn býsnast oft yfir stuðningi við landbúnaðinn hér á landi, sem stundaður er við erfiðar aðstæður uppi undir heimskautsbaug, en ef grannt er skoðað er stuðningurinn meiri hlutfallslega í sumum af mestu landbúnaðarlöndum álfunnar. Stuðningur við landbúnað í Frakklandi er ótrúlega mikill, því samkvæmt nýjum tölum eru allt að níutíu prósent af meðaltekjum franskra bænda beinir styrkir. Þeir eru að vísu mjög mismunandi eftir greinum og auðvitað fá þeir stærstu og ríkustu mest í sinn hlut. Albert Mónakófursti er þar ekki undanskilinn með tugi milljóna í landbúnaðarstyrk á hverju ári. Meginatriðið í þessu öllu er að matvöruverð hér verður að lækka, neytendur sætta sig ekki við að einstakar vörur hér séu margfalt dýrari en í nágrannalöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um verð á matvörum á Norðurlöndum miðað við nokkur önnur lönd í Evrópu hefur vakið miklar umræður hér vegna þess hve Ísland sker sig úr varðandi hátt verð á þessum vörum. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þessar staðreyndir eru lagðar á borðið og vekja mikla athygli, því árið 2001 gáfu samkeppnisyfirvöld út ítarlega skýrslu um matvörumarkaðinn sem sýndi að verð hér var yfirleitt hærra en í viðmiðunarlöndunum. Það hefur löngum verið talað um að það séu íslensku landbúnaðarvörurnar fyrst og fremst sem valda þessum mikla verðmun en þarna kemur líka fleira til, svo sem mikil samþjöppun verslana á matvörumarkaði á síðustu árum. Sú þróun hefur reyndar líka átt sér stað annars staðar á Norðurlöndum en þar virðist vera meira jafnræði með keppinautum en hér, þar sem sama fyrirtækjasamstæða er með um og yfir helming af matvörumarkaðnum, og því er ábyrgð forráðamanna Haga mikil í þessum efnum. Það er líka horft mjög til þess hvernig helstu keppinautar á matvörumarkaði haga sér og uppákomur sem urðu fyrr á þessu ári ná auðvitað engri átt. Það sér hver heilvita maður að fyrirtækin eru að gefa með mjólkinni þegar lítrinn er seldur á aðeins nokkrar krónur. Auðvitað notfæra neytendur sér þetta, en þegar upp er staðið tapa allir á svona tiltækjum. Það er hins vegar þakkarvert að lágvöruverslanir á matvörumarkaði og fleiri verslanakeðjur sem hafa teygt anga sína víða um land eru með sama verð á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Þetta hefur skipt sköpum fyrir landsbyggðarfólk eins og dæmin sanna, svo sem eins og á Ísafirði. Það er líka horft mjög til þess hvernig helstu keppinautar á matvörumarkaði haga sér og uppákomur sem urðu fyrr á þessu ári ná auðvitað engri átt. Almennt er viðurkennt að íslenskar landbúnaðarvörur séu góðar, þótt verðið mætti vera lægra. Á móti kemur að margir eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir vörur sem framleiddar eru hér innanlands heldur en innfluttar vörur. Við Íslendingar verðum að geta brauðfætt okkur og vera ekki upp á aðra komnir með nauðsynlegustu matvæli. Það er hlutur stjórnvalda að sjá til þess. Þau verða líka að hafa kjark til þess að veita landbúnaðinum réttmætan stuðning, líkt og gert er í löndum nær og fjær. Menn býsnast oft yfir stuðningi við landbúnaðinn hér á landi, sem stundaður er við erfiðar aðstæður uppi undir heimskautsbaug, en ef grannt er skoðað er stuðningurinn meiri hlutfallslega í sumum af mestu landbúnaðarlöndum álfunnar. Stuðningur við landbúnað í Frakklandi er ótrúlega mikill, því samkvæmt nýjum tölum eru allt að níutíu prósent af meðaltekjum franskra bænda beinir styrkir. Þeir eru að vísu mjög mismunandi eftir greinum og auðvitað fá þeir stærstu og ríkustu mest í sinn hlut. Albert Mónakófursti er þar ekki undanskilinn með tugi milljóna í landbúnaðarstyrk á hverju ári. Meginatriðið í þessu öllu er að matvöruverð hér verður að lækka, neytendur sætta sig ekki við að einstakar vörur hér séu margfalt dýrari en í nágrannalöndunum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun