Skólar eru ekki framleiðslufyrirtæki 13. desember 2005 06:00 Sú mikla umræða, sem átt hefur sér stað um skólamál að undanförnu, hlýtur að gleðja skólafólk. Þótt sitt sýnist hverjum, ekki síst um þá ákvörðun menntamálaráðherra að stytta framhaldsskólann um eitt ár, hljótum við öll að fagna umræðunni og þeim einlæga áhuga almennings og ráðamanna, sem birtist dag frá degi. Skólafólk hefur stundum saknað áhuga á málefnum skólans en undan slíku verður ekki kvartað þessa dagana. Auðvitað er eðlilegt að allir hafi áhuga og skoðun á skólamálum. Hver einasti íbúi þessa lands á rétt á tíu ára skólagöngu og flestir stunda mun lengra skólanám, allt frá leikskóla upp í mislangt framhaldsnám. Flestir verða síðan foreldrar skólabarna og að lokum afar og ömmur annarra skólabarna. Þannig er skólinn stór hluti af lífi okkar sem hér búum. Augljóslega viljum við hafa það þannig. Mikil áhersla er lögð á skólagöngu, grunnskólaskylda er tíu ár og leynt og ljóst beinum við unglingunum í framhaldsnám af einhverjum toga. Það er svo önnur saga, og að nokkru leyti dapurlegri, að áherslan er nær eingöngu á bóklegt nám á meðan starfstengt nám og verklegt mætir afgangi. Við höfum þó rætt um og talað fyrir aukinni áherslu á verklegt nám í a.m.k. 30 ár og vafalaust hefur sú umræða skilað einhverju. Þó finnst mér að nokkru leyti enn meiri áhersla á bóklegt nám nú en fyrir 30 árum. Ástæður eru sjálfsagt fjölmargar en kannski ekki síst sú að verkleg kennsla er dýr, kostar stærra og meira húsnæði en sú bóklega, fleiri verkfæri og ýmislegt fleira, þannig að hver nemandi í verklegu námi er yfirleitt dýrari en hver nemandi í bóklegu námi. Stytting framhaldsskólans hefur verið helsta umræðuefnið að undanförnu og sitt sýnist hverjum, ekki síst skólafólki. Lesa mátti áhugavert viðtal við menntamálaráðherra í einu helgarblaðanna, þar sem færð eru fyrir því nokkur rök að við séum að bruðla með tímann í skólakerfinu og notum alltof margar stundir til undirbúnings stúdentsprófi, mun fleiri en nágrannar okkar. Fleiri hafa tekið í sama streng. En þar með er ekki öll sagan sögð og nemendur og kennarar tækju seint undir að bruðlað sé með tímann í skólum landsins. Nefna má að íslenskir námsmenn sem halda til framhaldsnáms í Bandaríkjunum sleppa nú almennt eins árs fornámi. Með styttingu framhaldsskólans hlýtur það að breytast. Íslenskir skólar hafa á sér gott orð í Evrópu (og sjálfsagt víðar) fyrir breidd og fjölbreytni í námsframboði. Stytting kann að bitna á þessu orðspori. Það má líka nefna að Danir eru nú að breyta skólakerfinu sínu, þannig að skólaskylda í grunnskóla verður tíu ár og framhaldsskólinn verður fjögur ár. Sú ákvörðun danska menntamálaráðherrans er að vísu býsna umdeild, ekki síður en ákvörðun íslenska menntamálaráðherrans í átt til styttingar. Það sem ergir þó mest í þessari umræðu allri er sú fullyrðing menntamálaráðherra að stytting framhaldsskólans sé ekki gerð í sparnaðarskyni. Auðvitað sparar ríkið með því að stytta framhaldsskólann um eitt ár af fjórum eða um 25 prósent. Stúdentarnir verða framleiddir á styttri tíma, það eykur hagræðingu og bætir afkomu. Það vita þeir sem reka framleiðslufyrirtæki af einhverjum toga. Gallinn er bara sá að skólar eru ekki framleiðslufyrirtæki eins og ítrekað hefur verið bent á. Vissulega komast nemendur ári fyrr inn á vinnumarkaðinn til að afla tekna og leggja þar með sitt af mörkum til hagkerfisins eða geta notað þetta ár til að kanna heiminn. En til hvers að stefna öllum í þriggja ára framhaldsskólanám þegar það er nú þegar í boði fyrir þá sem vilja? Ég hef fylgst með fjölmörgum unglingum ljúka framhaldsskólanámi á þremur árum og jafnvel skemmri tíma og öðrum sem taka til þess fjögur til fimm ár. Kannski er þessi valkostur einn helsti styrkleiki skólakerfisins í dag. Fjálglega er rætt um einstaklingsmiðað nám og þótt deilt sé um hvað það merki í raun eru þó flestir sammála um að valfrelsi einstaklingsins er mikilvægur þáttur þar í, ekki síst valfrelsi um námshraða. Menntamálaráðherra vill auka kennslu í grunnskólanum og bendir á lengingu hans á undanförnum árum í því samhengi. Kennarar muna vel umræðuna um útinám, vettvangsferðir og ýmislegt fleira sem kostur gæfist á með því að byrja fyrr og hætta síðar. Í þessu ísaköldu landi gæfist nú kostur á að nýta milt haust og ljúfa sumarbyrjun til útiveru með nemendum. Sá draumur hefur ekki ræst nema að litlu leyti og strandar ekki á áhuga kennara heldur fjárskorti. Það er auðvitað hægt að fara með nemendur út í næsta nágrenni hvers skóla fótgangandi og gera margt spennandi og áhugavert en í þéttbýli eru þó slíkum verkefnum nokkrar skorður settar. Og hver rútuferð kostar peninga. Kannski menntamálaráðuneyti fáist til að verja þeim peningum, sem sparast með styttingu framhaldsskólans, til aukinnar fjölbreytni í grunnskólastarfinu. Gallinn bara er sá að ríkið sparar en sveitarfélögin borga brúsann. Hugmyndir ráðherra um tilflutning námsefnis úr framhaldsskóla í grunnskóla hlýtur að kosta þá síðarnefndu peninga og þá kemur til kasta sveitarfélaganna en ekki ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Sú mikla umræða, sem átt hefur sér stað um skólamál að undanförnu, hlýtur að gleðja skólafólk. Þótt sitt sýnist hverjum, ekki síst um þá ákvörðun menntamálaráðherra að stytta framhaldsskólann um eitt ár, hljótum við öll að fagna umræðunni og þeim einlæga áhuga almennings og ráðamanna, sem birtist dag frá degi. Skólafólk hefur stundum saknað áhuga á málefnum skólans en undan slíku verður ekki kvartað þessa dagana. Auðvitað er eðlilegt að allir hafi áhuga og skoðun á skólamálum. Hver einasti íbúi þessa lands á rétt á tíu ára skólagöngu og flestir stunda mun lengra skólanám, allt frá leikskóla upp í mislangt framhaldsnám. Flestir verða síðan foreldrar skólabarna og að lokum afar og ömmur annarra skólabarna. Þannig er skólinn stór hluti af lífi okkar sem hér búum. Augljóslega viljum við hafa það þannig. Mikil áhersla er lögð á skólagöngu, grunnskólaskylda er tíu ár og leynt og ljóst beinum við unglingunum í framhaldsnám af einhverjum toga. Það er svo önnur saga, og að nokkru leyti dapurlegri, að áherslan er nær eingöngu á bóklegt nám á meðan starfstengt nám og verklegt mætir afgangi. Við höfum þó rætt um og talað fyrir aukinni áherslu á verklegt nám í a.m.k. 30 ár og vafalaust hefur sú umræða skilað einhverju. Þó finnst mér að nokkru leyti enn meiri áhersla á bóklegt nám nú en fyrir 30 árum. Ástæður eru sjálfsagt fjölmargar en kannski ekki síst sú að verkleg kennsla er dýr, kostar stærra og meira húsnæði en sú bóklega, fleiri verkfæri og ýmislegt fleira, þannig að hver nemandi í verklegu námi er yfirleitt dýrari en hver nemandi í bóklegu námi. Stytting framhaldsskólans hefur verið helsta umræðuefnið að undanförnu og sitt sýnist hverjum, ekki síst skólafólki. Lesa mátti áhugavert viðtal við menntamálaráðherra í einu helgarblaðanna, þar sem færð eru fyrir því nokkur rök að við séum að bruðla með tímann í skólakerfinu og notum alltof margar stundir til undirbúnings stúdentsprófi, mun fleiri en nágrannar okkar. Fleiri hafa tekið í sama streng. En þar með er ekki öll sagan sögð og nemendur og kennarar tækju seint undir að bruðlað sé með tímann í skólum landsins. Nefna má að íslenskir námsmenn sem halda til framhaldsnáms í Bandaríkjunum sleppa nú almennt eins árs fornámi. Með styttingu framhaldsskólans hlýtur það að breytast. Íslenskir skólar hafa á sér gott orð í Evrópu (og sjálfsagt víðar) fyrir breidd og fjölbreytni í námsframboði. Stytting kann að bitna á þessu orðspori. Það má líka nefna að Danir eru nú að breyta skólakerfinu sínu, þannig að skólaskylda í grunnskóla verður tíu ár og framhaldsskólinn verður fjögur ár. Sú ákvörðun danska menntamálaráðherrans er að vísu býsna umdeild, ekki síður en ákvörðun íslenska menntamálaráðherrans í átt til styttingar. Það sem ergir þó mest í þessari umræðu allri er sú fullyrðing menntamálaráðherra að stytting framhaldsskólans sé ekki gerð í sparnaðarskyni. Auðvitað sparar ríkið með því að stytta framhaldsskólann um eitt ár af fjórum eða um 25 prósent. Stúdentarnir verða framleiddir á styttri tíma, það eykur hagræðingu og bætir afkomu. Það vita þeir sem reka framleiðslufyrirtæki af einhverjum toga. Gallinn er bara sá að skólar eru ekki framleiðslufyrirtæki eins og ítrekað hefur verið bent á. Vissulega komast nemendur ári fyrr inn á vinnumarkaðinn til að afla tekna og leggja þar með sitt af mörkum til hagkerfisins eða geta notað þetta ár til að kanna heiminn. En til hvers að stefna öllum í þriggja ára framhaldsskólanám þegar það er nú þegar í boði fyrir þá sem vilja? Ég hef fylgst með fjölmörgum unglingum ljúka framhaldsskólanámi á þremur árum og jafnvel skemmri tíma og öðrum sem taka til þess fjögur til fimm ár. Kannski er þessi valkostur einn helsti styrkleiki skólakerfisins í dag. Fjálglega er rætt um einstaklingsmiðað nám og þótt deilt sé um hvað það merki í raun eru þó flestir sammála um að valfrelsi einstaklingsins er mikilvægur þáttur þar í, ekki síst valfrelsi um námshraða. Menntamálaráðherra vill auka kennslu í grunnskólanum og bendir á lengingu hans á undanförnum árum í því samhengi. Kennarar muna vel umræðuna um útinám, vettvangsferðir og ýmislegt fleira sem kostur gæfist á með því að byrja fyrr og hætta síðar. Í þessu ísaköldu landi gæfist nú kostur á að nýta milt haust og ljúfa sumarbyrjun til útiveru með nemendum. Sá draumur hefur ekki ræst nema að litlu leyti og strandar ekki á áhuga kennara heldur fjárskorti. Það er auðvitað hægt að fara með nemendur út í næsta nágrenni hvers skóla fótgangandi og gera margt spennandi og áhugavert en í þéttbýli eru þó slíkum verkefnum nokkrar skorður settar. Og hver rútuferð kostar peninga. Kannski menntamálaráðuneyti fáist til að verja þeim peningum, sem sparast með styttingu framhaldsskólans, til aukinnar fjölbreytni í grunnskólastarfinu. Gallinn bara er sá að ríkið sparar en sveitarfélögin borga brúsann. Hugmyndir ráðherra um tilflutning námsefnis úr framhaldsskóla í grunnskóla hlýtur að kosta þá síðarnefndu peninga og þá kemur til kasta sveitarfélaganna en ekki ríkisins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun