Frá fullveldi til sjálfstæðis 1. desember 2005 06:00 Árið hófst með fáheyrðum frosthörkum, svo að gengt var úr Reykjavík út í Engey og Viðey ogf einir sjö ísbirnir gengu á land fyrir norðan og austan. Faxaflóinn var nær allur ein íshella. Katla gaus í kaupbæti. Spænska veikin lagði síðar um árið tæplega fimm hundruð manns í gröfina, þar af helminginn í Reykjavík. Blöðin hættu að koma út, búðir stóðu lokaðar. Stríðinu mikla lauk um líkt leyti eftir fjögurra ára blóðbað. Einn atburður gnæfði samt yfir aðra hér heima þetta örlagaríka ár, 1918. Ísland varð fullvalda ríki hinn 1. desember að loknu löngu þrefi við dönsku stjórnina og innbyrðis hér heima. Forfeður okkar og mæður fögnuðu fullveldinu þennan dag eins og þau höfðu fagnað stríðslokunum þrem vikum fyrr: í skugga dauðans. Við höfðum fengið heimastjórn 1904, en hún var auðvitað bara áfangi á langri leið, ekki endastöð. Fjórum árum síðar var frumvarp til laga um samband Íslands og Danmerkur næsta aldarfjórðunginn ("Uppkastið") borið undir atkvæði þjóðarinnar. Báðir helztu stjórnmálaleiðtogar landsins studdu frumvarpið, Hannes Hafstein ráðherra og Valtýr Guðmundsson, sem lagði grunninn að heimastjórninni, en allt kom fyrir ekki: Uppkastið var kolfellt. Kjósendur notuðu ferðina á kjörstað til að leggja blessun sína yfir áfengisbann með 60 prósent greiddra atkvæða gegn 40 prósent. Landið logaði í illdeilum næstu ár, stafnanna á milli, svo að fara varð aftur á Sturlungaöld til að finna samjöfnuð. Þannig gerðist það, að fullveldið fékkst ekki fyrr en 1918. Að fullveldinu fengnu, tíu árum of seint, vantaði ekki mikið upp á fullt sjálfstæði. Það, sem enn skorti á, var helzt það, að Danir fóru enn með utanríkismál Íslands í umboði Íslendinga og gættu jafnframt fiskveiða í landhelgi Íslands og Hæstiréttur Dana var æðsta dómsvald í íslenzkum málum, þar til Íslendingar stofnuðu eigin Hæstarétt, og það var gert strax 1920. Eftir stóðu þá utanríkismálin og einnig spurningin um það, hvort Ísland ætti að fengnu fullu sjálfstæði að halda formlegu sambandi við dönsku krúnuna eins og t.a.m. Kanada og Ástralía standa enn í dag í sambandi við brezku krúnuna. Íslendingar töldu langflestir sjálfsagt að slíta til fulls sambandinu við danska kónginn og stofna heldur lýðveldi, og sú varð raunin 1944. Það gerðist þó ekki átakalaust. Um það leyti sem endurskoðun sambandslaganna frá 1918 komst á dagskrá, höfðu þýzkir nasistar hernumið Danmörku. Íslendingar skiptust nú í tvær fylkingar. Hraðskilnaðarmenn litu svo á, að hernám Danmerkur vorið 1940 gerði Dönum ókleift að efna sambandslagasamninginn frá 1918 og því væri rétt að rifta honum og stofna sjálfstætt lýðveldi á Íslandi eins fljótt og hægt væri. Lögskilnaðarmenn vildu bíða. Guðmundur Hannesson læknir lýsti sjónarmiði þeirra svo: "Ég er gamall skilnaðarmaður og er það enn, þótt sambandið við Dani hafi stórkostlega breytzt til batnaðar á síðari árum. Eigi að síður vil ég ekki hrapa að skilnaði að svo stöddu, meðal annars vegna þess: að okkur ber að halda gerða samninga, og: að okkur er skylt að koma vel og virðulega fram við konung vorn og Dani." Lögskilnaðarmönnum þótti það ekki eiga vel við að segja sig úr lögum við hernumda þjóð. Niðurstaðan varð málamiðlun. Lögskilnaðarmönnum tókst að aftra því, að sambandslagasamningnum frá 1918 væri rift vegna ósjálfráðinna vanefnda hernuminnar þjóðar. Hraðskilnaðarmönnum tókst á hinn bóginn að aftra því, að lýðveldisstofnunin væri látin bíða stríðslokanna. Hún var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 95 prósent atkvæða gegn rösklega 1 prósenti. Danir voru ekki allir ánægðir með þessi málalok. Þeir hefðu heldur kosið, að Íslendingar biðu stríðslokanna og þjóðirnar skildu að skiptum sem tvær frjálsar og fullvalda þjóðir. En þeir létu Íslendinga ekki gjalda þessara lykta. Danir sýndu hug sinn í verki við lausn handritamálsins aldarfjórðungi síðar. Þeir sýndu Íslendingum þá slíka nærgætni og rausn, að síðan hefur hvergi borið skugga á samband þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Árið hófst með fáheyrðum frosthörkum, svo að gengt var úr Reykjavík út í Engey og Viðey ogf einir sjö ísbirnir gengu á land fyrir norðan og austan. Faxaflóinn var nær allur ein íshella. Katla gaus í kaupbæti. Spænska veikin lagði síðar um árið tæplega fimm hundruð manns í gröfina, þar af helminginn í Reykjavík. Blöðin hættu að koma út, búðir stóðu lokaðar. Stríðinu mikla lauk um líkt leyti eftir fjögurra ára blóðbað. Einn atburður gnæfði samt yfir aðra hér heima þetta örlagaríka ár, 1918. Ísland varð fullvalda ríki hinn 1. desember að loknu löngu þrefi við dönsku stjórnina og innbyrðis hér heima. Forfeður okkar og mæður fögnuðu fullveldinu þennan dag eins og þau höfðu fagnað stríðslokunum þrem vikum fyrr: í skugga dauðans. Við höfðum fengið heimastjórn 1904, en hún var auðvitað bara áfangi á langri leið, ekki endastöð. Fjórum árum síðar var frumvarp til laga um samband Íslands og Danmerkur næsta aldarfjórðunginn ("Uppkastið") borið undir atkvæði þjóðarinnar. Báðir helztu stjórnmálaleiðtogar landsins studdu frumvarpið, Hannes Hafstein ráðherra og Valtýr Guðmundsson, sem lagði grunninn að heimastjórninni, en allt kom fyrir ekki: Uppkastið var kolfellt. Kjósendur notuðu ferðina á kjörstað til að leggja blessun sína yfir áfengisbann með 60 prósent greiddra atkvæða gegn 40 prósent. Landið logaði í illdeilum næstu ár, stafnanna á milli, svo að fara varð aftur á Sturlungaöld til að finna samjöfnuð. Þannig gerðist það, að fullveldið fékkst ekki fyrr en 1918. Að fullveldinu fengnu, tíu árum of seint, vantaði ekki mikið upp á fullt sjálfstæði. Það, sem enn skorti á, var helzt það, að Danir fóru enn með utanríkismál Íslands í umboði Íslendinga og gættu jafnframt fiskveiða í landhelgi Íslands og Hæstiréttur Dana var æðsta dómsvald í íslenzkum málum, þar til Íslendingar stofnuðu eigin Hæstarétt, og það var gert strax 1920. Eftir stóðu þá utanríkismálin og einnig spurningin um það, hvort Ísland ætti að fengnu fullu sjálfstæði að halda formlegu sambandi við dönsku krúnuna eins og t.a.m. Kanada og Ástralía standa enn í dag í sambandi við brezku krúnuna. Íslendingar töldu langflestir sjálfsagt að slíta til fulls sambandinu við danska kónginn og stofna heldur lýðveldi, og sú varð raunin 1944. Það gerðist þó ekki átakalaust. Um það leyti sem endurskoðun sambandslaganna frá 1918 komst á dagskrá, höfðu þýzkir nasistar hernumið Danmörku. Íslendingar skiptust nú í tvær fylkingar. Hraðskilnaðarmenn litu svo á, að hernám Danmerkur vorið 1940 gerði Dönum ókleift að efna sambandslagasamninginn frá 1918 og því væri rétt að rifta honum og stofna sjálfstætt lýðveldi á Íslandi eins fljótt og hægt væri. Lögskilnaðarmenn vildu bíða. Guðmundur Hannesson læknir lýsti sjónarmiði þeirra svo: "Ég er gamall skilnaðarmaður og er það enn, þótt sambandið við Dani hafi stórkostlega breytzt til batnaðar á síðari árum. Eigi að síður vil ég ekki hrapa að skilnaði að svo stöddu, meðal annars vegna þess: að okkur ber að halda gerða samninga, og: að okkur er skylt að koma vel og virðulega fram við konung vorn og Dani." Lögskilnaðarmönnum þótti það ekki eiga vel við að segja sig úr lögum við hernumda þjóð. Niðurstaðan varð málamiðlun. Lögskilnaðarmönnum tókst að aftra því, að sambandslagasamningnum frá 1918 væri rift vegna ósjálfráðinna vanefnda hernuminnar þjóðar. Hraðskilnaðarmönnum tókst á hinn bóginn að aftra því, að lýðveldisstofnunin væri látin bíða stríðslokanna. Hún var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 95 prósent atkvæða gegn rösklega 1 prósenti. Danir voru ekki allir ánægðir með þessi málalok. Þeir hefðu heldur kosið, að Íslendingar biðu stríðslokanna og þjóðirnar skildu að skiptum sem tvær frjálsar og fullvalda þjóðir. En þeir létu Íslendinga ekki gjalda þessara lykta. Danir sýndu hug sinn í verki við lausn handritamálsins aldarfjórðungi síðar. Þeir sýndu Íslendingum þá slíka nærgætni og rausn, að síðan hefur hvergi borið skugga á samband þjóðanna.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun