Tiðindalítið þing fer í jólafrí 10. desember 2004 00:01 Alþingi er að fara í frí og það er ekki nema 10. desember. Ég man ekki til þess að þingið hafi nokkurn tíma hætt svo snemma fyrir jól. Alþingi kemur næst saman í janúarlok. Mörgum þætti gott að fá svo ágætt frí, hjá flestu vinnandi fólki detta jólin bara á eina helgi þetta árið, en þingmennirnir geta farið heim, málað piparkökur, skreytt og skrifað jólakort í ró og næði. Það er náðugt djobb þingmennskan. Þetta er eitthvert aðgerðaminnsta þing sem um getur. Stundum hafa menn verið að slíta þingi með ógurlegum látum örfáum dögum fyrir jól, hefur nánast þurft að rífa liðið niður úr ræðustólnum. Skemmtilegast ef enn er fundað á Þorláksmessu og sumir eru komnir í kippinn. En við fáum ekki að sjá neitt slíkt í vetur. Skyldi það vera til marks um að búið sé að leysa flestöll ágreiningsefni í samfélaginu - eða er þetta kannski enn ein birtingarmynd foringjastjórnmálanna? Að allt sé ákveðið annars staðar en í þinginu? Og að þingið fái lítið til að moða úr þegar foringjarnir eru af einhverjum ástæðum ekki viðlátnir, á spítala eða að setja sig inn í nýjar rullur? --- --- --- Ég fæ ekki skilið að Mannréttindaskrifstofa eigi að vera á föstum fjárlögum frá ríkinu. Eru þetta ekki dæmigerð áhugamannasamtök, það sem heitir NGO á ensku - Non Governmental Organization? Er ekki styrkur svona félags að vera ekki háð ríkisvaldinu á neinn hátt? Á það ekki einmitt að veita ríkinu aðhald? Á það er til dæmis bent að Amnesty International þiggi ekki fé frá ríkisstjórnum. Hafi menn brennandi áhuga á mannréttindum hljóta þeir að finna önnur ráð til að fjármagna starfsemina. Nema fólkið vilji bara að þetta sé þægilegur kjaftaklúbbur á framfæri ríkisins. --- --- --- Hvað eiga listamenn að vera gamlir til að fá inni í heiðurslaunaflokki? Eins og staðan er núna er Vigdís Grímsdóttir langyngst á listanum - hún er nýorðin fimmtug. Megas og Þráinn Bertelsson held ég að séu um sextugt. Annars er meginreglan að þetta sé nokkuð aldrað fólk. Flestir eru komnir yfir sjötugt - þeir elstu eru hátt á níræðisaldri. Eitt sinn var raðað inn á listann eftir pólitískum línum, glöggir menn geta enn séð merki þess, en ég kem ekki auga á neina pólitík í vali listamannanna sem bættust við núna um daginn. Allavega veit ég ekkert um stjórnmálaskoðanir Jóns Sigurbjörnssonar, Jónasar Ingimundarsonar, Kristbjargar Kjeld og Þorbjargar Höskuldsdóttir. Heiðurslaunalistinn er síðasti samastaður listamannsins. Að því leyti er hann pínu hrollvekjandi. Menn komast ekki af honum nema að deyja. Kannski myndi fara svolítið um mann ef maður yrði valinn á svona lista. Það er altént nokkuð langt í að jafnaldrar mínir detti þarna inn. Vonandi. Enn á fyndna kynslóðin eftir að fá inni á listanum - helstu höfundar hennar eru Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnarsson og Steinunn Sigurðardóttir. Þau eru fædd um 1950. Og eftir það getur ekki verið langt í Einarana - við eldumst sannarlega öll. --- --- --- Til upplýsingar fylgir svo með listi yfir heiðurslaunaþega íslenska ríkisins, tuttugu og sjö talsins. Menn geta skoðað þetta og leitað að gömlum flokkadráttum. Ég er líka opinn fyrir ábendingum um hverja vantar. Heiðurslaunin eru 1600 þúsund krónur á ári. Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búadóttir. Erró, Fríða Á Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Gunnar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson, Jónas Ingimundarson, Jórunn Viðar, Kristbjörg Kjeld, Kristinn Hallsson, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Megas, Róbert Arnfinnsson. Thor Vilhjálmsson. Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bertelsson, Þuríður Pálsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Alþingi er að fara í frí og það er ekki nema 10. desember. Ég man ekki til þess að þingið hafi nokkurn tíma hætt svo snemma fyrir jól. Alþingi kemur næst saman í janúarlok. Mörgum þætti gott að fá svo ágætt frí, hjá flestu vinnandi fólki detta jólin bara á eina helgi þetta árið, en þingmennirnir geta farið heim, málað piparkökur, skreytt og skrifað jólakort í ró og næði. Það er náðugt djobb þingmennskan. Þetta er eitthvert aðgerðaminnsta þing sem um getur. Stundum hafa menn verið að slíta þingi með ógurlegum látum örfáum dögum fyrir jól, hefur nánast þurft að rífa liðið niður úr ræðustólnum. Skemmtilegast ef enn er fundað á Þorláksmessu og sumir eru komnir í kippinn. En við fáum ekki að sjá neitt slíkt í vetur. Skyldi það vera til marks um að búið sé að leysa flestöll ágreiningsefni í samfélaginu - eða er þetta kannski enn ein birtingarmynd foringjastjórnmálanna? Að allt sé ákveðið annars staðar en í þinginu? Og að þingið fái lítið til að moða úr þegar foringjarnir eru af einhverjum ástæðum ekki viðlátnir, á spítala eða að setja sig inn í nýjar rullur? --- --- --- Ég fæ ekki skilið að Mannréttindaskrifstofa eigi að vera á föstum fjárlögum frá ríkinu. Eru þetta ekki dæmigerð áhugamannasamtök, það sem heitir NGO á ensku - Non Governmental Organization? Er ekki styrkur svona félags að vera ekki háð ríkisvaldinu á neinn hátt? Á það ekki einmitt að veita ríkinu aðhald? Á það er til dæmis bent að Amnesty International þiggi ekki fé frá ríkisstjórnum. Hafi menn brennandi áhuga á mannréttindum hljóta þeir að finna önnur ráð til að fjármagna starfsemina. Nema fólkið vilji bara að þetta sé þægilegur kjaftaklúbbur á framfæri ríkisins. --- --- --- Hvað eiga listamenn að vera gamlir til að fá inni í heiðurslaunaflokki? Eins og staðan er núna er Vigdís Grímsdóttir langyngst á listanum - hún er nýorðin fimmtug. Megas og Þráinn Bertelsson held ég að séu um sextugt. Annars er meginreglan að þetta sé nokkuð aldrað fólk. Flestir eru komnir yfir sjötugt - þeir elstu eru hátt á níræðisaldri. Eitt sinn var raðað inn á listann eftir pólitískum línum, glöggir menn geta enn séð merki þess, en ég kem ekki auga á neina pólitík í vali listamannanna sem bættust við núna um daginn. Allavega veit ég ekkert um stjórnmálaskoðanir Jóns Sigurbjörnssonar, Jónasar Ingimundarsonar, Kristbjargar Kjeld og Þorbjargar Höskuldsdóttir. Heiðurslaunalistinn er síðasti samastaður listamannsins. Að því leyti er hann pínu hrollvekjandi. Menn komast ekki af honum nema að deyja. Kannski myndi fara svolítið um mann ef maður yrði valinn á svona lista. Það er altént nokkuð langt í að jafnaldrar mínir detti þarna inn. Vonandi. Enn á fyndna kynslóðin eftir að fá inni á listanum - helstu höfundar hennar eru Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnarsson og Steinunn Sigurðardóttir. Þau eru fædd um 1950. Og eftir það getur ekki verið langt í Einarana - við eldumst sannarlega öll. --- --- --- Til upplýsingar fylgir svo með listi yfir heiðurslaunaþega íslenska ríkisins, tuttugu og sjö talsins. Menn geta skoðað þetta og leitað að gömlum flokkadráttum. Ég er líka opinn fyrir ábendingum um hverja vantar. Heiðurslaunin eru 1600 þúsund krónur á ári. Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búadóttir. Erró, Fríða Á Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Gunnar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson, Jónas Ingimundarson, Jórunn Viðar, Kristbjörg Kjeld, Kristinn Hallsson, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Megas, Róbert Arnfinnsson. Thor Vilhjálmsson. Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bertelsson, Þuríður Pálsdóttir.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun