Bush og Kerry nánast jafnir 9. október 2004 00:01 George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum þar sem þeir mættust í Washington háskólanum í St. Louis í gærkvöldi. John Kerry sagði Bush reyna að blekkja bandarísku þjóðina hvað stríðið í Írak varðaði. Hann dró dómgreind Bush í efa og sagði að heimurinn væri ótryggari í dag vegna stríðsins en ella. Bush svaraði um hæl og sagði alla hafa talið að gjöreyðingarvopn væru að finna í Írak, og að hann væri ekki ánægður með að þau hefði ekki fundist. Saddam hefði hins vegar verið ógn sem gott hefði verið að bægja frá. Bush sagði Kerry sífellt slá í og úr um hvort að stríðið í Írak hefði verið réttmætt og Saddam ógn. Svar Kerrys var á þá leið að það hefði ekki verið tilgangurinn með viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna að bola Saddam frá völdum, heldur að tryggja að hann ætti engin gjöreyðingarvopn. Nýjasta skýrsla vopnaeftirlitsmanns Bandaríkjastjórnar sýndi svo að ekki yrði um villst að það hefði tekist. En á meðan reynt hefði verið að steypa Saddam af stóli og koma skikkan á gang mála í Írak hefðu Íran og Norður-Kórea haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Af þeim stafaði meiri hætta en af Írak. Hefðu menn einfaldlega notað áfram diplómatískar aðferðir í Írak hefði það ekki gerst. Að auki hefði mátt þyrma lífum yfir þúsund bandarískra hermanna sem farist hafa í Írak, og spara skattgreiðendum 200 milljarða dollara í fjárútlát vegna stríðsrekstursins. Könnun CNN að loknum kappræðunum leiddi í ljós að Kerry og Bush komu nánast hnífjafnt út. Dagleg könnun Reuters og Zogbi, sem kom út nú á tólfta tímanum, bendir til þess að Kerry gangi örlítið betur en Bush á landsvísu - hafi um prósentustigs forskot. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður, en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og fyrirfram talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum þar sem þeir mættust í Washington háskólanum í St. Louis í gærkvöldi. John Kerry sagði Bush reyna að blekkja bandarísku þjóðina hvað stríðið í Írak varðaði. Hann dró dómgreind Bush í efa og sagði að heimurinn væri ótryggari í dag vegna stríðsins en ella. Bush svaraði um hæl og sagði alla hafa talið að gjöreyðingarvopn væru að finna í Írak, og að hann væri ekki ánægður með að þau hefði ekki fundist. Saddam hefði hins vegar verið ógn sem gott hefði verið að bægja frá. Bush sagði Kerry sífellt slá í og úr um hvort að stríðið í Írak hefði verið réttmætt og Saddam ógn. Svar Kerrys var á þá leið að það hefði ekki verið tilgangurinn með viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna að bola Saddam frá völdum, heldur að tryggja að hann ætti engin gjöreyðingarvopn. Nýjasta skýrsla vopnaeftirlitsmanns Bandaríkjastjórnar sýndi svo að ekki yrði um villst að það hefði tekist. En á meðan reynt hefði verið að steypa Saddam af stóli og koma skikkan á gang mála í Írak hefðu Íran og Norður-Kórea haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Af þeim stafaði meiri hætta en af Írak. Hefðu menn einfaldlega notað áfram diplómatískar aðferðir í Írak hefði það ekki gerst. Að auki hefði mátt þyrma lífum yfir þúsund bandarískra hermanna sem farist hafa í Írak, og spara skattgreiðendum 200 milljarða dollara í fjárútlát vegna stríðsrekstursins. Könnun CNN að loknum kappræðunum leiddi í ljós að Kerry og Bush komu nánast hnífjafnt út. Dagleg könnun Reuters og Zogbi, sem kom út nú á tólfta tímanum, bendir til þess að Kerry gangi örlítið betur en Bush á landsvísu - hafi um prósentustigs forskot. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður, en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og fyrirfram talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira