Afreksmaður á Laugardalsvelli 19. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun