Viðskipti

Árni Huldar til KPMG Law

Árni Huldar Sveinbjörnsson hefur hafið störf hjá KPMG Law. Hann starfaði áður sem yfirlögfræðingur Lykils fjármögnunar hf. og nú síðast sem sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils.

Viðskipti innlent

Heitir í höfuðið á bryta Batmans

Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór.

Atvinnulíf

Opna kaffihús og boða mikla upp­byggingu í Reykja­dal

Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð.

Viðskipti innlent

Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna

Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu.

Atvinnulíf

Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður.

Viðskipti innlent

Stytta sér leið með kaupunum á Lumina

Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi.

Viðskipti innlent

Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid

Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður?

Atvinnulíf