Viðskipti

Amazon kaupir MGM og James Bond

Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna.

Viðskipti erlent

Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play

„Ég skal vera fyrstur til að viður­kenna það að þetta er afar ó­heppi­legt,“ sagði Birgir Jóns­son, for­stjóri Play í sam­tali við Vísi í dag um það að Ís­lenska flug­stétta­fé­lagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjara­samninga við Play fyrir fé­lagið. 

Viðskipti innlent

19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki

Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum.

Atvinnulíf

Boða rúmlega hundrað manns á námskeið

Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna.

Viðskipti innlent

Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi

Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund.

Viðskipti innlent

Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum

Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið.

Atvinnulíf

Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple

Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit.

Viðskipti erlent