Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2021 10:12 Það fer ekki mikið fyrir Íslenska flugstéttafélaginu og litlar upplýsingar að finna um það. Vísir/Vilhelm Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum. Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum.
Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira