Tónlist

Biðinni eftir Björk lokið

Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“.

Tónlist

Sömdu lag út frá upplifun á sóttkví

Piparkorn er jazz-skotin funk hljómsveit sem hefur starfað í ýmsum myndum frá árinu 2015. Hljómsveitin hóf ferilinn í djasstónlist en hefur þróað stílinn sinn hægt og rólega út í poppaðra og ferskara efni en Piparkorn var að senda frá sér lagið Heima við ásamt splunkunýju tónlistarmyndbandi.

Tónlist

„Dansið eða lútið oki kúgarans“

Andkapítalíska verðlaunasveitin Hatari var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Dansið eða deyið. Myndbandið er framleitt af Svikamyllu ehf og hér sameinast ýmis listform í angist, þar sem áhorfendur fá valmöguleika á að dansa eða lúta oki kúgarans.

Tónlist

Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum

Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir.

Tónlist

Græna græna grasið nær nýjum hæðum

Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum.

Tónlist

„Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“

„Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör.

Tónlist

Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum

Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.

Tónlist

Ætlar að synda í myrkrinu

Rex Pistols hefur vakið athygli fyrir tónlist sína í grasrótarhreyfingum íslensks tónlistarlífs. Rex Beckett, manneskjan á bak við verkefnið, heldur sína síðustu tónleika næstkomandi föstudag en ætlar svo að loka dyrunum í bili og hefja nýjan kafla. Blaðamaður tók púlsinn á Rex.

Tónlist

Svala Björgvins skein skært í Tónleikaveislu Bylgjunnar

Svala Björgvins kom fram á Tónleikaveislu Bylgunnar á Menningarnótt. Tónlistarmaðurinn Haffi Haff deildi sviðinu með henni og tóku þau meðal annars lagið Wiggle Wiggle song, sem Svala samdi á sínum tíma og Haffi söng í undankeppni Eurovision árið 2008.

Tónlist

Frumsýning: Gusgus og Æði strákarnir í eina sæng

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við glænýtt lag hljómsveitarinnar Gusgus. Lagið ber nafnið „Hold me in your arms again“ og hér skína Æði strákarnir skært við grípandi tóna en Jóhann Kristófer Stefánsson, leikstjóri Æði þáttanna, er einnig leikstjóri myndbandsins.

Tónlist

Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð

Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni.

Tónlist

22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning

Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir.

Tónlist

Aldrei boðið í partý nema gítarinn fylgi með

Allt frá því að tónlistarmaðurinn Sváfnir fékk sinn fyrsta gítar um tíu ára gamall hefur það verið einhverskonar náttúrulögmál að gítarinn rati í hendurnar á honum þar sem fólk kemur saman á mannamótum og í partýjum. Sváfnir var nú að senda frá sér nýtt lag, Gítarinn, en í laginu fjallar hann um blessun og bölvun gítarleikarans að vera aldrei boðið í partý nema að gítarinn fylgi með.

Tónlist