Tónlist

„Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“

Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði.

Tónlist

Bandið sem var næstum því Bítlarnir

Um mitt ár 1966 luku Bítlarnir við upptökur á plötu sem fylgja átti eftir sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, Revolver. En á einhvern óútskýranlegan hátt hurfu öll segulböndin úr upptökuverinu. Þetta var ekki eina áfallið sem dundi á Bítlunum þetta ár því skömmu síðar varð sveitin fyrir gríðarlegri blóðtöku þegar Paul McCartney lést í hræðilegu bílslysi. Í kjölfarið ákváðu eftirlifandi meðlimir sveitarinnar að gefa týndu tónsmíðarnar alfarið upp á bátinn og láta af öllu tónleikahaldi.

Tónlist

Rihanna var nálægt því að hafna Super Bowl

Tónlistarkonan Rihanna er mætt á Íslenska listann á FM957 eftir langa fjarveru en hún gaf út sitt fyrsta lag í sex ár í lok október. Lagið heitir „Lift Me Up“ og var samið fyrir kvikmyndina „Black Panther: Wakanda Forever“.

Tónlist

Finnur æðruleysi í lægðunum

Tónlistarmaðurinn, leikarinn og lífskúnstnerinn Júlí Heiðar átti öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári þegar hann sendi frá sér lagið Ástin heldur vöku sem sat meðal annars í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957. Hann var að senda frá sér lagið Hærra og nýtir tónlistina sem tjáningarform. Júlí Heiðar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Tónlist

Sven-Bertil Taube er látinn

Einn ástkærasti listamaður Svía, Sven-Bertil Taube, er látinn, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns.

Tónlist

„Gaman að gera eitthvað úr engu“

Hópur af ellefu strákum sem allir eru á fyrsta ári í menntaskóla sendi frá sér fjögurra laga smáskífuna „MMVI“ síðastliðinn föstudag. Þeir gáfu fyrst út lagið „Sama“ fyrir rúmum þremur vikum síðan en lagið er komið með 35 þúsund hlustanir á streymisveitunni Spotify.

Tónlist

„Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“

Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi.

Tónlist

Aaron Car­ter látinn 34 ára

Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi.

Tónlist

24 ára gamalt lag í glænýjum búning

Tónlistarfólkið David Guetta og Bebe Rexha sitja í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið I’m Good (Blue). Er hér á ferðinni eins konar endurgerð á laginu Blue Da Ba Dee sem næntís sveitin Eiffel 65 gerði gífurlega vinsælt árið 1998.

Tónlist

Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist

Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis.

Tónlist

„Við þurfum að verja Val­höll“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. 

Tónlist

Myndaveisla: Opnun tónlistarforlagsins Wise Music Iceland

Alþjóðlega tónlistarforlagið Wise Music Group mun opna höfuðstöðvar hér í Reykjavík undir nafninu Wise Music Iceland og því var fagnað með veislu í Ásmundarsal í fyrradag. Inga Magnes Weisshappel er rekstrarstjóri Wise Music Iceland en blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Tónlist

Uppselt á Iceland Airwaves

Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 

Tónlist

Tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð snýr aftur

Á morgun fer aftur af stað tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Fyrstu tónleikarnir eru á dagskrá 3. nóvember og er það tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sem stígur fyrstur á svið. 

Tónlist

Vill breyta mjög ljótri lífsreynslu í eitthvað fallegt

Tónlistarkonan neonme heitir réttu nafni Salka Valsdóttir og hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Það er stór dagur í dag hjá neonme, sem var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið If I remember sem hún frumsýnir hér á Lífinu á Vísi. Hún mun jafnframt spila sitt fyrsta sóló gigg í kvöld.

Tónlist

„Nú er ég meira að skrifa um persónulega hluti“

Ungstirnið Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er ein af þeim upprennandi íslensku söngkonum sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Gugusar semur tónlistina sína alla sjálf ásamt því að pródúsera og fær innblásturinn víða. Blaðamaður hitti hana í kaffi og tók á henni púlsinn.

Tónlist

„Hvorug glöð en bæði falleg“

Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar.

Tónlist

Morgunsólin skín á Íslenska listanum

Tónlistarmaðurinn Aron Can skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur með sanni náð góðum árangri í íslensku tónlistarlífi. Lagið hans Morgunsólin situr í áttunda sæti íslenska listans á FM þessa vikuna.

Tónlist