Sport

Jafnaði met mömmu sinnar 29 árum síðar

Björg Hafsteinsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að skora bæði fimm og sex þrista í einum leik í lokaúrslitum kvenna í körfubolta. Hún hefur átt metið hjá íslenskum leikmanni frá árinu 1993 en í gær bættist fjölskyldumeðlimur í hópinn.

Körfubolti

Fremstu blakarar Ísraels leika listir sínar í Digra­nesi

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki taka í fyrsta sinn þátt í CEV Silver deildinni um helgina. Keppt er í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi og er karlalandslið Ísraels á meðal gesta. Hávær krafa hefur verið hjá hluta Íslendinga að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda.

Sport

Grín sem snerist mjög fljótt upp í al­vöru

Vals­menn standa nú í sporum sem Mulnings­vélin svo­kallaða stóð í fyrir 44 árum. Fram­undan úr­slita­ein­vígi í Evrópu­bikarnum í hand­bolta. Þor­björn Jens­son var einn af prímu­s­mótorunum í Evrópu­ævin­týri Vals árið 1980. Þátt­töku liðsins í Evrópu­keppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli al­vöru.

Handbolti

„Ég táraðist smá“

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum.

Sport

Leeds í úr­slit um sæti í ensku úr­vals­deildinni

Leeds United er komið í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 4-0 sigur á Norwich City í síðari leik liðanna í undanúrslitum umspilsins. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en í kvöld var aldrei spurning um hvort liðið væri á leið á Wembley.

Enski boltinn