Skoðun

Börn eigi skilið frí frá áreiti síma í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar

UNESCO hefur nú lagt það til að snjallsímar eigi einungis heima í kennslustofum þegar að þeir styðja við nám. Um er að að ræða gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært innlegg í umræðuna!

Skoðun

Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving

Kári Stefánsson skrifar

Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi.

Skoðun

Hvað verður um Blessing á föstudag?

Drífa Snædal skrifar

Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli.

Skoðun

Flótta­fólk er bara fólk

Úlfhildur Ólafsdóttir skrifar

Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu.

Skoðun

Til varnar gildum

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Í pistli sínum skrifar Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið þann 9. ágúst að koma þurfi kristnum gildum til varnar. Nákvæmlega hvaða gildi það eru lætur Óli Björn ósagt en tekur dæmi um áform til þess að banna trúboð í grunnskólum og „gerbylta stjórnarskrá” með því að vitna í Kristrúnu Heimisdóttur.

Skoðun

Öll velkomin!

Þóra Björk Smith skrifar

Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja.

Skoðun

Notkun farsíma í skólum

Inga Sigrún Atladóttir skrifar

Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum.

Skoðun

UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum

Ásdís Bergþórsdóttir skrifar

Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum.

Skoðun

Ís­köld fram­tíðar­sýn: ryðjum brautina fyrir skauta­í­þróttir á Ís­landi

Bjarni Helgason skrifar

Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla.

Skoðun

Börn send í gin úlfsins

Helgi Guðnason skrifar

Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar.

Skoðun

Ölfusið ljómað regn­boga­litunum

Elliði Vignisson skrifar

Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu.

Skoðun

Leik­þáttur í boði stjórn­valda

Eyþór Kristjánsson skrifar

Nú er verslunarmannahelgin yfirstaðin og hefur fólk víða um land skemmt sér konunglega og fagnað helginni með pompi og prakt. Ýmsar vangaveltur brenna á höfundi þessa dagana sem tengjast auglýsingum vímuefna. Höfundur hefur ekki lagt það í vana sinn að skipta sér af því hvað fólk gerir á meðan það særir ekki aðra.

Skoðun

Kristal­tært? Um um­boð eða um­boðs­leysi

Páll Ágúst Ólafsson skrifar

Í liðinni viku hélt höfundur því fram á þessum vettvangi að biskup væri ekki umboðlaus í embætti sínu. Sú niðurstaða var leidd af bráðabirgðaákvæði í lögum um þjóðkirkjuna frá 2021.

Skoðun

Dagur al­var­lega veikra ME veikra

Svanhildur Anna Sigurgeirsdóttir skrifar

8. Ágúst er alþjóðlegur dagur alvarlega veikra ME veikra. Hvers vegna alvarlega veikir er sérstaklega aðgreint er vegna þeirrar sérstöðu sem einkennir þau sem verða það alvarlega veik að einangrun er eina leiðin fyrir þau til að lifa af, þau eru oftar en ekki rúmliggjandi í myrkruðu herbergi vegna þess að þau þola ekki nein áreiti úr umhverfinu.

Skoðun

Eru neyslu­vatns­kerfin okkar of dýr og ó­heilsu­sam­leg?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg?

Skoðun

Af hverju er þörf á upp­byggingu í Land­manna­laugum?

Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017.

Skoðun

Góða skemmtun um verslunarmannahelgina

Jón Svanberg Hjartarson skrifar

Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel.

Skoðun

Réttlæti hins sterka: Dómsmál sem þanin eru út

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Í grein sem birtist hér í Vísi snemma í júlí hélt ég því fram að hinn fjárhagslega sterki ætti auðvelt með að blása út dómsmál og gera þau þannig miklu dýrari fyrir þann sem hefur minna milli handanna. Nógu rándýr væru þau samt og erfitt fjár­hags­lega að standa í málarekstri þótt kostnaðurinn væri ekki margfaldaður með því. Nú langar mig til þess að útskýra það nánar.

Skoðun

Þingmaður á rangri leið

Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Þann 2.ágúst sl. birtist á visir.is grein sem Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður skrifar undir. Greinin, sem ber undarlegt heiti innan gæsalappa, fjallar í stuttu máli um að þingmaðurinn telji það afar mikilvægt að þjóðvegurinn verði styttur. Sami þingmaður fékk birta grein sem hann skrifar líka undir í Vikublaðinu þann 18. apríl sl. þar sem hann, sem fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi, vildi ráðast í endurnýjun vegarins yfir Kjöl og það í einkaframkvæmd. Þær hugmyndir eru útaf fyrir sig ágætar, með upphaf og endi í núverandi mynd.

Skoðun

Þúsund hjörtu slá í takt!

Íris Róbertsdóttir skrifar

Í ár eru 149 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Þjóðhátíð er ein elsta menningarhátíð landsins. Einmitt þessi langa saga og hefð - og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er.

Skoðun

Góða skemmtun gera skal

Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim.

Skoðun

Sú stóra er framundan

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli.

Skoðun

Lömbin þagna

Tómas Ellert: Tómasson skrifar

Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim.

Skoðun

,,Vinkil­krókur“ við Blöndu­ós – stytting hring­vegar

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Það vakti nokkra athygli mína að í nýrri samgönguáætlun sem legið hefur inn á samráðsgáttinni vef Stjórnarráðsins í sumar til kynningar að ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum við Húnavallaleið í fyrirliggjandi áætlun til næstu 15 ára.

Skoðun

Uppskeran

Ragnar Erling Hermannsson skrifar

Þessi pistill er tileinkaður minningu Sinéad O´Connor og hugrekki hennar að segja sannleikann.Öll sjáum við árangur í mismunandi ljósi. Það sem þú kallar velgengni gæti litið allt öðruvísi út fyrir mig.

Skoðun