Skoðun

Lýð­ræðis­legur ó­mögu­leiki

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi.

Skoðun

Ráð­stefna um hús­næðis­mál - Opið bréf til Al­þingis og sveitar­stjórna

Ámundi Loftsson skrifar

Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. 

Skoðun

Stolt út um allt!

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki.

Skoðun

Ör­yrkinn borinn út

Skúli Thoroddsen skrifar

Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns.

Skoðun

Ís­lenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hval­reka­skatt

Kristófer Már Maronsson skrifar

Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta.

Skoðun

Barna­heill og Bar­bie vald­efla stúlkur um allan heim

Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar

Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin.

Skoðun

Réttlæti hins sterka, málskostnaðartrygging og löggeymsla

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvær öflugar lagagildrur Alþingis og dómskerfisins sem ein­göngu snúa að þeim sem lenda í dómsmáli og hafa lítið fé milli handanna, það er málskostnaðartryggingu og löggeymslugerð.

Skoðun

Uppbygging íþróttaaðstöðu í Hveragerði

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir skrifa

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar.

Skoðun

Orku­vinnsla og sam­fé­lög

Haraldur Þór Jónsson skrifar

Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin.

Skoðun

Skrifum síðasta kaflann í myrkri sögu kjarna­vopna

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina.

Skoðun

Erfitt að kyngja en …

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust.

Skoðun

Börn eigi skilið frí frá áreiti síma í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar

UNESCO hefur nú lagt það til að snjallsímar eigi einungis heima í kennslustofum þegar að þeir styðja við nám. Um er að að ræða gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært innlegg í umræðuna!

Skoðun

Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving

Kári Stefánsson skrifar

Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi.

Skoðun

Hvað verður um Blessing á föstudag?

Drífa Snædal skrifar

Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli.

Skoðun

Flótta­fólk er bara fólk

Úlfhildur Ólafsdóttir skrifar

Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu.

Skoðun

Til varnar gildum

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Í pistli sínum skrifar Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið þann 9. ágúst að koma þurfi kristnum gildum til varnar. Nákvæmlega hvaða gildi það eru lætur Óli Björn ósagt en tekur dæmi um áform til þess að banna trúboð í grunnskólum og „gerbylta stjórnarskrá” með því að vitna í Kristrúnu Heimisdóttur.

Skoðun

Öll velkomin!

Þóra Björk Smith skrifar

Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja.

Skoðun

Notkun farsíma í skólum

Inga Sigrún Atladóttir skrifar

Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum.

Skoðun

UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum

Ásdís Bergþórsdóttir skrifar

Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum.

Skoðun

Ís­köld fram­tíðar­sýn: ryðjum brautina fyrir skauta­í­þróttir á Ís­landi

Bjarni Helgason skrifar

Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla.

Skoðun

Börn send í gin úlfsins

Helgi Guðnason skrifar

Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar.

Skoðun

Ölfusið ljómað regn­boga­litunum

Elliði Vignisson skrifar

Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu.

Skoðun

Leik­þáttur í boði stjórn­valda

Eyþór Kristjánsson skrifar

Nú er verslunarmannahelgin yfirstaðin og hefur fólk víða um land skemmt sér konunglega og fagnað helginni með pompi og prakt. Ýmsar vangaveltur brenna á höfundi þessa dagana sem tengjast auglýsingum vímuefna. Höfundur hefur ekki lagt það í vana sinn að skipta sér af því hvað fólk gerir á meðan það særir ekki aðra.

Skoðun

Kristal­tært? Um um­boð eða um­boðs­leysi

Páll Ágúst Ólafsson skrifar

Í liðinni viku hélt höfundur því fram á þessum vettvangi að biskup væri ekki umboðlaus í embætti sínu. Sú niðurstaða var leidd af bráðabirgðaákvæði í lögum um þjóðkirkjuna frá 2021.

Skoðun