Körfubolti

„Hann þarf hjálp“

Draymond Green er enn á ný í vandræðum í NBA-deildinni. Hann lék sinn fyrsta leik í nótt eftir fimm leikja bann og var rekinn af velli eftir að hafa slegið andstæðing.

Körfubolti

Stór­leikir í 8-liða úr­slitum bikarsins

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í körfubolta karla, Valur og Stjarnan, mætast í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í næsta mánuði. Haukakonur, sem unnið hafa bikarinn þrjú ár í röð, fengu heimaleik gegn toppliði Subway-deildarinnar, Keflavík.

Körfubolti

Þriðja tap Íslandsmeistaranna í röð

Íslandsmeistarar Vals máttu þola sex stiga tap er liðið heimsótti Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 77-71, og meistararnir hafa nú tapað þremur leikjum í röð.

Körfubolti

„Þungu fargi af manni létt“

Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins eftir sigur á Haukum í sveiflukenndum leik. Lokatölur 88-80 þar sem heimamenn náðu að standa af sér áhlaup gestanna í lokin.

Körfubolti

Vals­menn án Kára næstu mánuðina

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðsla sem hafa plagað hann á tímabilinu. Verður hann frá leik og keppni næstu mánuðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals.

Körfubolti

Tómas Valur með til­þrif um­ferðarinnar

Tómas Valur Þrastarson átti tilþrif 10. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta að mati Stefáns Árna Pálssonar og sérfræðinga Körfuboltakvölds. Bestu 10 tilþrif 10. umferðar má sjá hér að neðan.

Körfubolti

Höttur og Tinda­stóll á­fram í bikarnum

Alls fóru þrír leikir fram í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í dag.Höttur og Tindastóll eru komin áfram eftir efstu deildarslagi gegn Hamri og Breiðabliki. Stjarnan vann einnig öruggan sigur á Ármanni.

Körfubolti

Martin sneri aftur í sigri

Martin Hermannsson sneri aftur í lið Valencia þegar liðið vann góðan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Þá var Elvar Már Friðriksson í eldlínunni í Grikklandi.

Körfubolti