Körfubolti

„Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“

„Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins.

Körfubolti

Meistaraliðin mætast í bikarnum

Fimm úrvalsdeildarslagir verða í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta. Aðeins Tindastóll og Grindavík sleppa við að mæta úrvalsdeildarliði. Bikarmeistarar Skallagríms mæta Íslandsmeisturum Vals í VÍS-bikar kvenna.

Körfubolti

Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna

KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. 

Körfubolti

Haukur Helgi og félagar unnu í framlengdum leik

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í MoraBanc Andorra mættu liði Manresa í spænska körfuboltanum í dag. Lokatölur 92-86 eftir framlengingu, og Andorra jafnar Manresa því að stigum í níunda sæti deildarinnar, einu sæti frá sæti í úrslitakeppni.

Körfubolti

LeBron ekki brotinn en gæti verið lengi frá

LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, fór meiddur af velli í tapi liðsins gegn Atlanta Hawks. LeBron snéri sig á ökkla en röntgen myndir sýna að hann er ekki brotinn. Hann gæti þó verið frá í allt að þrjá mánuði.

Körfubolti