Körfubolti

Kristófer: Allt í toppstandi, geggjaður

Kristófer Acox, fyrirliði Vals, var að vonum ánægður með að hans menn væru búnir að lyfta einum bikar nú þegar þetta tímabilið en var þó ánægðari með það hvernig hans menn unnu leikinn. Valur lagði Stjörnuna 80-77 í leiknum um Meistara meistaranna fyrri í kvöld. Leikurinn markar upphafl körfuknattleikstímabilsins karlamegin.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík - Grinda­vík 77-61 | Meistararnir komnir á blað

Aðra umferðina í röð var boðið upp á Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna, en í kvöld mættust Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar Njarðvíkur töpuðu í opnunarleiknum gegn grönnum sínum Í Keflavík og því eflaust staðráðnar í að sækja sigur í kvöld. Grindvíkingar aftur á móti opnuðu mótið á góðum sigri gegn Fjölni og vildu án vafa byggja ofan á þann árangur.

Körfubolti

Grindavík fær fjölhæfan Slóvena

Eftir að hafa byrjað tímabilið á góðum sigri gegn deildarmeisturum Fjölnis hafa Grindvíkingar nú fengið til slóvensku körfuboltakonuna Elmu Dautovic til að styrkja liðið enn frekar.

Körfubolti

Sakaður um að láta ó­æski­leg um­mæli falla um samstarfskonu

Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. 

Körfubolti

„Hjartað á alltaf heima í Keflavík“

Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld eftir endurkomuna frá Bandaríkjunum. Birna lék í sigri gegn nágrönnunum í Njarðvík, lið sem hún var nálægt því semja við áður hún skrifaði undir hjá Keflavík.

Körfubolti