Handbolti

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni

Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

Handbolti

Íslenskur sigur, jafntefli og tap í þýska handboltanum

Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigri, Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer köstuðu frá sér sigrinum og gerðu jafntefli og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum níunda leik á tímabilinu.

Handbolti

Aron og félagar fjarlægjast toppliðin

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg máttu þola þriggja marka tap er liðið heimsótti THW Kiel til þýskalands í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 31-28.

Handbolti

Hélt að Gaupi væri handrukkari

Stjarnan hefur verið lengi í hópi bestu handboltafélaga landsins og Gaupi hitti bræðurna tvo sem spila í liðinu en eru líka barnabörn stofnanda félagsins.

Handbolti