Handbolti Stefán Rafn fær að spila í Eyjum þrátt fyrir rautt í tveimur leikjum Haukamenn fengu góðar fréttir frá fundi aganefndar HSÍ í gær en þar kom í ljós að hornamaðurinn öflugi Stefán Rafn Sigurmannsson verður ekki í banni í leiknum mikilvæga á móti ÍBV í Eyjum á morgun. Handbolti 3.5.2022 13:00 Hérna vill maður vera Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25. Handbolti 2.5.2022 22:16 Með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur Selfoss tapaði í kvöld fyrsta leiknum í einvígi þeirra gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lauk leiknum með ellefu marka sigri Valsmanna eftir algjört hrun í leik Selfoss í síðari hálfleik. Lokatölur 36-25. Handbolti 2.5.2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Í kvöld hófst undanúrslitaeinvígi Vals og Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í Origo höllinni. Lauk fyrsta leik liðanna í þessari rimmu með ellefu marka stórsigri Vals og liðið því komið með yfirhöndina í einvíginu. Lokatölur 36-25. Handbolti 2.5.2022 21:15 Orri Freyr rífur skóna fram og klárar tímabilið með Kadetten Orri Freyr Gíslason hefur samkvæmt heimildum íþróttadeildar rifið skóna fram af hillunni og mun nokkuð óvænt klára tímabilið með Kadetten í Svíss. Orri Freyr lagði skóna á hilluna vorið 2019. Handbolti 2.5.2022 19:15 Kristinn þjálfar stúlknalandslið Færeyja Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa hjá færeyska handknattleikssambandinu. Hann mun stýra stúlknalandsliði Færeyja sem skipað er leikmönnum fæddum 2006-2007. Handbolti 2.5.2022 16:34 Selfyssingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 133 mánuði Valur og Selfoss hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta á Hlíðarenda en gestirnir frá Selfossi hafa fundið sig einstaklega vel undir Öskjuhlíðinni undanfarin áratug. Handbolti 2.5.2022 14:00 Sjáðu mark Gísla sem fór langt með að tryggja Magdeburg fyrsta titilinn í 21 ár Magdeburg steig risastórt skref í átt að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli síðan 2001 með naumum sigri á Füchse Berlin, 28-27, í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmark Magdeburg. Handbolti 2.5.2022 13:31 Aldís Ásta gerði eins og Guðjón Valur um árið: Magnað mark beint úr aukakasti Aldís Ásta Heimisdóttir tryggði KA/Þór sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta með ótrúlegu marki beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn í öðrum leik KA/Þórs og Hauka. Handbolti 2.5.2022 13:00 Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Handbolti 2.5.2022 12:01 HK og ÍR leika til úrslita um sæti í Olís-deildinni HK og ÍR munu mætast í úrslitaeinvígi um laust sæti í Olís-deild kvenna í handbolta, en bæði lið kláruðu undanúrslitaeinvígin í kvöld. Handbolti 1.5.2022 22:12 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. Handbolti 1.5.2022 20:14 Viggó með átta mörk í mikilvægum sigri Stuttgart | Gummersbach nálgast efstu deild Viggó Kristjánsson lék á alls oddi er Stuttgart vann Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Þá er nálgast lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach úrvalsdeildina óðfluga. Handbolti 1.5.2022 16:46 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KA/Þór 23-24 | Aldís Ásta skaut Íslandsmeisturunum í undanúrslit KA/Þór er komið í undanúrslit í Olís-deild kvenna eftir að liðið hafði betur gegn Haukum í hádramatískum leik á Ásvöllum. Handbolti 1.5.2022 16:10 Gísli Þorgeir hetja Magdeburg í naumum sigri | Alls níu íslensk mörk Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon spiluðu svo sannarlega sinn þátt í eins marks sigri Magdeburgar á Füchse Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 28-27. Handbolti 1.5.2022 14:31 Viktor Gísli stóð vaktina í öruggum sigri Viktor Gísli Hallgrímsson var á milli stanganna er GOG heimsótti Skanderborg í dösnku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gestirnir í GOG unnu öruggan fimm marka sigur, 29-24. Handbolti 30.4.2022 20:21 Kristján og félagar unnu mikilvægan sigur Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í Aix unnu mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 26-25. Handbolti 30.4.2022 19:49 ÍR-ingar tóku forystuna í baráttunni um sæti í Olís-deildinni ÍR-ingar unnu afar öruggan 12 marka sigur er liðið tók á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi í umspili um laust sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili, 36-24. Handbolti 30.4.2022 19:18 Teitur skoraði sex í öruggum sigri | Fjórða tapið í röð hjá Bjarka og félögum Teitur Örn Einarsson og Bjarki Már Elísson voru í eldlínunni með liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Teitur skoraði sex mörk í öruggum sigri Flensburg gegn Hamburg, 33-23, en Bjarki Már og félagar í Lemgo hafa nú tapað fjórum deildarleikjum í röð eftir sex marka tap gegn Erlangen, 33-27. Handbolti 30.4.2022 18:41 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 24-33| ÍBV tryggði oddaleik í Eyjum Það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að Eyjakonur höfðu engan áhuga á að ljúka tímabilinu í Garðabæ. ÍBV komst snemma fjórum mörkum yfir og hleypti Stjörnunni aldrei inn í leikinn. ÍBV vann á endanum níu marka sigur 24-33. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 30.4.2022 18:40 HK og ÍR með yfirhöndina í umspili um sæti í Olís-deildinni HK og ÍR eru núeinum sigri frá því að koma sér í úrslitaleik um laust sæti í Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigra í leikjum kvöldsins. Handbolti 29.4.2022 21:49 Elvar og félagar nálgast fall | Sigurganga Kielce heldur áfram í Póllandi Elvar Ásgeirsson og félagar hans þurfa nánast kraftaverk til að bjarga sér frá falli úr frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftirsex marka tap gegn Montpellier í kvöld, 33-27. Á sama tíma vann Íslendingalið Kielce enn einn sigurinn í pólsku deildinni. Handbolti 29.4.2022 19:54 Fengu óvænt framlag frá Færeyjum: „Hún átti leik lífs síns“ Haukar fengu framlag úr óvæntri átt í fyrsta leiknum gegn KA/Þór í átta liða úrslitum Olís-deildar kvenna í gær. Handbolti 29.4.2022 14:30 „FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að Hafnfirðingar gangi nokkuð sáttir frá tímabilinu þótt tapið fyrir Selfossi í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær svíði vissulega. Handbolti 29.4.2022 14:01 „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið!“ „Darija Zecevic, hún elskar að spila í Vestmannaeyjum,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld þegar talið barst að hetju Stjörnunnar í sigrinum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Handbolti 29.4.2022 13:30 Selfyssingar ekki tapað útileik í úrslitakeppni í fjögur ár Selfyssingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með því að vinna framlengdan oddaleik á móti FH í Kaplakrika í gær. Handbolti 29.4.2022 12:00 FH-ingar klúðruðu tveimur sóknum sem hefðu fært þeim sigur: Sjáðu lokakaflann Oddaleikur FH og Selfoss í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta bauð upp á mikla spennu og mikla dramatík. Handbolti 29.4.2022 09:31 Vissi strax að meiðslin væru alvarleg þegar hann heyrði brak í öxlinni Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins og Melsungen, verður frá keppni næsta hálfa árið eða svo vegna axlarmeiðsla. Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka og er handviss um að hann verði kominn í toppform fyrir HM í janúar á næsta ári. Handbolti 29.4.2022 09:00 Saga Sif á von á barni og leikur ekki með Valskonum í úrslitakeppninni Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, mun ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni sem nú er nýhafin þar sem hún er ófrísk. Handbolti 28.4.2022 23:00 „Tek hatt minn ofan fyrir drengjunum mínum“ Halldóri Sigfússyni, þjálfara Selfoss, var eðlilega létt eftir sigurinn á FH, 33-38, í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 28.4.2022 22:57 « ‹ 148 149 150 151 152 153 154 155 156 … 334 ›
Stefán Rafn fær að spila í Eyjum þrátt fyrir rautt í tveimur leikjum Haukamenn fengu góðar fréttir frá fundi aganefndar HSÍ í gær en þar kom í ljós að hornamaðurinn öflugi Stefán Rafn Sigurmannsson verður ekki í banni í leiknum mikilvæga á móti ÍBV í Eyjum á morgun. Handbolti 3.5.2022 13:00
Hérna vill maður vera Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25. Handbolti 2.5.2022 22:16
Með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur Selfoss tapaði í kvöld fyrsta leiknum í einvígi þeirra gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lauk leiknum með ellefu marka sigri Valsmanna eftir algjört hrun í leik Selfoss í síðari hálfleik. Lokatölur 36-25. Handbolti 2.5.2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Í kvöld hófst undanúrslitaeinvígi Vals og Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í Origo höllinni. Lauk fyrsta leik liðanna í þessari rimmu með ellefu marka stórsigri Vals og liðið því komið með yfirhöndina í einvíginu. Lokatölur 36-25. Handbolti 2.5.2022 21:15
Orri Freyr rífur skóna fram og klárar tímabilið með Kadetten Orri Freyr Gíslason hefur samkvæmt heimildum íþróttadeildar rifið skóna fram af hillunni og mun nokkuð óvænt klára tímabilið með Kadetten í Svíss. Orri Freyr lagði skóna á hilluna vorið 2019. Handbolti 2.5.2022 19:15
Kristinn þjálfar stúlknalandslið Færeyja Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa hjá færeyska handknattleikssambandinu. Hann mun stýra stúlknalandsliði Færeyja sem skipað er leikmönnum fæddum 2006-2007. Handbolti 2.5.2022 16:34
Selfyssingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 133 mánuði Valur og Selfoss hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta á Hlíðarenda en gestirnir frá Selfossi hafa fundið sig einstaklega vel undir Öskjuhlíðinni undanfarin áratug. Handbolti 2.5.2022 14:00
Sjáðu mark Gísla sem fór langt með að tryggja Magdeburg fyrsta titilinn í 21 ár Magdeburg steig risastórt skref í átt að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli síðan 2001 með naumum sigri á Füchse Berlin, 28-27, í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmark Magdeburg. Handbolti 2.5.2022 13:31
Aldís Ásta gerði eins og Guðjón Valur um árið: Magnað mark beint úr aukakasti Aldís Ásta Heimisdóttir tryggði KA/Þór sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta með ótrúlegu marki beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn í öðrum leik KA/Þórs og Hauka. Handbolti 2.5.2022 13:00
Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Handbolti 2.5.2022 12:01
HK og ÍR leika til úrslita um sæti í Olís-deildinni HK og ÍR munu mætast í úrslitaeinvígi um laust sæti í Olís-deild kvenna í handbolta, en bæði lið kláruðu undanúrslitaeinvígin í kvöld. Handbolti 1.5.2022 22:12
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. Handbolti 1.5.2022 20:14
Viggó með átta mörk í mikilvægum sigri Stuttgart | Gummersbach nálgast efstu deild Viggó Kristjánsson lék á alls oddi er Stuttgart vann Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Þá er nálgast lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach úrvalsdeildina óðfluga. Handbolti 1.5.2022 16:46
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KA/Þór 23-24 | Aldís Ásta skaut Íslandsmeisturunum í undanúrslit KA/Þór er komið í undanúrslit í Olís-deild kvenna eftir að liðið hafði betur gegn Haukum í hádramatískum leik á Ásvöllum. Handbolti 1.5.2022 16:10
Gísli Þorgeir hetja Magdeburg í naumum sigri | Alls níu íslensk mörk Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon spiluðu svo sannarlega sinn þátt í eins marks sigri Magdeburgar á Füchse Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 28-27. Handbolti 1.5.2022 14:31
Viktor Gísli stóð vaktina í öruggum sigri Viktor Gísli Hallgrímsson var á milli stanganna er GOG heimsótti Skanderborg í dösnku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gestirnir í GOG unnu öruggan fimm marka sigur, 29-24. Handbolti 30.4.2022 20:21
Kristján og félagar unnu mikilvægan sigur Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í Aix unnu mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 26-25. Handbolti 30.4.2022 19:49
ÍR-ingar tóku forystuna í baráttunni um sæti í Olís-deildinni ÍR-ingar unnu afar öruggan 12 marka sigur er liðið tók á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi í umspili um laust sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili, 36-24. Handbolti 30.4.2022 19:18
Teitur skoraði sex í öruggum sigri | Fjórða tapið í röð hjá Bjarka og félögum Teitur Örn Einarsson og Bjarki Már Elísson voru í eldlínunni með liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Teitur skoraði sex mörk í öruggum sigri Flensburg gegn Hamburg, 33-23, en Bjarki Már og félagar í Lemgo hafa nú tapað fjórum deildarleikjum í röð eftir sex marka tap gegn Erlangen, 33-27. Handbolti 30.4.2022 18:41
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 24-33| ÍBV tryggði oddaleik í Eyjum Það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að Eyjakonur höfðu engan áhuga á að ljúka tímabilinu í Garðabæ. ÍBV komst snemma fjórum mörkum yfir og hleypti Stjörnunni aldrei inn í leikinn. ÍBV vann á endanum níu marka sigur 24-33. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 30.4.2022 18:40
HK og ÍR með yfirhöndina í umspili um sæti í Olís-deildinni HK og ÍR eru núeinum sigri frá því að koma sér í úrslitaleik um laust sæti í Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigra í leikjum kvöldsins. Handbolti 29.4.2022 21:49
Elvar og félagar nálgast fall | Sigurganga Kielce heldur áfram í Póllandi Elvar Ásgeirsson og félagar hans þurfa nánast kraftaverk til að bjarga sér frá falli úr frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftirsex marka tap gegn Montpellier í kvöld, 33-27. Á sama tíma vann Íslendingalið Kielce enn einn sigurinn í pólsku deildinni. Handbolti 29.4.2022 19:54
Fengu óvænt framlag frá Færeyjum: „Hún átti leik lífs síns“ Haukar fengu framlag úr óvæntri átt í fyrsta leiknum gegn KA/Þór í átta liða úrslitum Olís-deildar kvenna í gær. Handbolti 29.4.2022 14:30
„FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að Hafnfirðingar gangi nokkuð sáttir frá tímabilinu þótt tapið fyrir Selfossi í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær svíði vissulega. Handbolti 29.4.2022 14:01
„Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið!“ „Darija Zecevic, hún elskar að spila í Vestmannaeyjum,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld þegar talið barst að hetju Stjörnunnar í sigrinum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Handbolti 29.4.2022 13:30
Selfyssingar ekki tapað útileik í úrslitakeppni í fjögur ár Selfyssingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með því að vinna framlengdan oddaleik á móti FH í Kaplakrika í gær. Handbolti 29.4.2022 12:00
FH-ingar klúðruðu tveimur sóknum sem hefðu fært þeim sigur: Sjáðu lokakaflann Oddaleikur FH og Selfoss í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta bauð upp á mikla spennu og mikla dramatík. Handbolti 29.4.2022 09:31
Vissi strax að meiðslin væru alvarleg þegar hann heyrði brak í öxlinni Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins og Melsungen, verður frá keppni næsta hálfa árið eða svo vegna axlarmeiðsla. Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka og er handviss um að hann verði kominn í toppform fyrir HM í janúar á næsta ári. Handbolti 29.4.2022 09:00
Saga Sif á von á barni og leikur ekki með Valskonum í úrslitakeppninni Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, mun ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni sem nú er nýhafin þar sem hún er ófrísk. Handbolti 28.4.2022 23:00
„Tek hatt minn ofan fyrir drengjunum mínum“ Halldóri Sigfússyni, þjálfara Selfoss, var eðlilega létt eftir sigurinn á FH, 33-38, í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 28.4.2022 22:57