Golf

Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“

Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey.

Golf

Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory

Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut.

Golf

Fowler áfram í forystu á US Open

Rickie Fowler er enn í forystu á US Open, 11 undir pari þegar þetta er skrifað, en hann hefur spilað átta holur af öðrum hring sínum á mótinu. Wyndham Clark og Rory McIlroy gera sig þó líklega til að ógna honum.

Golf

„Þetta eru risastórar fréttir“

„Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar.

Golf

„Þetta eru hálfgerðar hamfarir“

Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu komu mjög illa undan vetri og opna þurfti seinna en vanalega. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Ólafur Þór Ágústsson, segir að tæp tuttugu ár séu síðan ástandið hafi verið jafn slæmt á golfvöllum.

Golf

Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV

Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA.

Golf

PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast

Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður.

Golf

Koepka í sérflokki og Sims þreif hillu fyrir hann

Brooks Koepka varð um helgina tuttugasti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna fimm risamót á ferlinum. Þessi 33 ára Bandaríkjamaður er núna í sérflokki á meðal efstu kylfinga heimslistans í dag.

Golf