Innlent Ofbeldi og ölvun í dagbók lögreglu Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar. Innlent 10.12.2023 07:11 Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Innlent 9.12.2023 21:46 Mikil ánægja með mælaborð Byggðastofnunar Í nýju mælaborði Byggðastofnunar verður hægt að skoða tekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum og hvernig heildartekjur íbúa skiptast niður í launagreiðslur, lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur. Þá kemur fram í íbúakönnun stofnunarinnar að íbúar í Vestmannaeyjum eru hamingjusamastir Íslendinga og íbúar á Snæfellsnesi fylgja þar strax á eftir. Innlent 9.12.2023 20:31 Seltirningar komnir með gám fyrir pappa Seltirningar eru komnir með móttökugám fyrir pappa og pappír en hann er staðsettur á Eiðistorgi. Gámurinn verður tímabundið til reynslu áður en tekin verður endanleg ákvörðun. Innlent 9.12.2023 19:49 „Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. Innlent 9.12.2023 19:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rýnt í ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu tillögu um vopnahlé á Gasa fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna mun fara yfir málið. Innlent 9.12.2023 18:19 Eldur í bílskúr í Grindavík Eldur kviknaði í bílskúr á Vesturbraut í Grindavík rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Slökkvilið var fljótt á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins. Engum varð meint af og ekki er vitað um upptök eldsins. Innlent 9.12.2023 18:02 Vignir Vatnar Íslandsmeistari í hraðskák Vignir Vatnar Stefánsson er nýr Íslandsmeistari í hraðskák en mótið fór fram í höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Um það bil níutíu skákmenn kepptu um titilinn. Innlent 9.12.2023 17:48 Dauðþreytt á kolniðamyrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“ Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur. Innlent 9.12.2023 16:04 Endurflytja ofbeldismál í héraði vegna seinagangs dómara Landsréttur úrskurðaði í vikunni að endurflytja þurfi mál í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið þar. Innlent 9.12.2023 16:04 Leið eins og þau væru í íslenskri útilegu í Síerra Leóne Bergþóra Guðnadóttir, eigandi og hönnuður Farmers Market, segir nýjar körfur sem unnar séu í samstarfi við handverksfólks í Síerra Leóne einstakar. Körfurnar eru að hennar sögn fyrsta verkefnið af mörgum sem þau vinna með handverksfólki frá Síerra Leóne. Innlent 9.12.2023 16:01 Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. Innlent 9.12.2023 15:20 Alvarleg þróun ef stjórnmálamenn þurfi að óttast öryggi sitt Forstöðumaður og formaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands harma „þá dapurlegu uppákomu“ sem átti sér stað á hátíðarfundi sem stofnunin ætlaði að halda í gær af tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Innlent 9.12.2023 14:32 Kristrún leggur ekki áherslu á Evrópusambandið Formaður Samfylkingarinnar segir það skipta meira máli að komast til valda í málaflokkum, sem er 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina eins og að ganga í Evrópusambandið. Innlent 9.12.2023 14:31 Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. Innlent 9.12.2023 14:11 Kaup starfsfólks lögreglu á fatafellum „botnlaust dómgreindarleysi“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lítur atvik sem átti sér stað í vinnuferð starfsmanna embættisins alvarlegum augum. Þrír starfsmenn embættisins fóru út á lífið eftir vinnuferð og pöntuðu sér fatafellu. Fyrrverandi þingmaður segir málið vont. Innlent 9.12.2023 13:52 Árekstur á umdeildum gatnamótum Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar um eitt leytið í dag. Innlent 9.12.2023 13:33 Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. Innlent 9.12.2023 11:51 Hádegisfréttir Bylgjunnar Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Erindreki Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir líf milljóna samlanda sinna hanga á bláþræði. Innlent 9.12.2023 11:33 Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. Innlent 9.12.2023 11:01 Einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist. Innlent 9.12.2023 10:42 „Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. Innlent 9.12.2023 10:24 Meintir baðgestir í Bláa lóninu voru starfsmenn Meintir baðgestir sem ljósmyndari fréttastofu náði mynd af í gær í Bláa lóninu voru starfsmenn lónsins. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Innlent 9.12.2023 09:15 Sólin geri lítið gagn til upphitunar Útlit er fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu um helgina og litlar breytingar frá því sem verið hefur, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Innlent 9.12.2023 07:40 Stöðvuðu ökumann sem reyndist vera eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess. Innlent 9.12.2023 07:20 Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. Innlent 9.12.2023 07:00 Mygla í samhæfingarstöð almannavarna Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum. Innlent 9.12.2023 00:05 Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. Innlent 8.12.2023 23:24 Böðuðu sig í lokuðu Bláa lóninu Fólk naut þess að baða sig í Bláa lóninu í dag. Lónið hefur verið lokað almenningi síðan 9. nóvember vegna hættu á eldgosi í Svartsengi og nágrenni. Innlent 8.12.2023 22:51 „Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð“ Unglingar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni í Reykjavík og mætt seinna í skólann en jafnaldrar sínir segjast eiga auðveldara með einbeitingu og sofa betur. Ákveðið hefur verið að skóladagur allra unglinga í Reykjavík byrji seinna frá og með næsta hausti. Innlent 8.12.2023 22:01 « ‹ 330 331 332 333 334 ›
Ofbeldi og ölvun í dagbók lögreglu Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar. Innlent 10.12.2023 07:11
Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Innlent 9.12.2023 21:46
Mikil ánægja með mælaborð Byggðastofnunar Í nýju mælaborði Byggðastofnunar verður hægt að skoða tekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum og hvernig heildartekjur íbúa skiptast niður í launagreiðslur, lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur. Þá kemur fram í íbúakönnun stofnunarinnar að íbúar í Vestmannaeyjum eru hamingjusamastir Íslendinga og íbúar á Snæfellsnesi fylgja þar strax á eftir. Innlent 9.12.2023 20:31
Seltirningar komnir með gám fyrir pappa Seltirningar eru komnir með móttökugám fyrir pappa og pappír en hann er staðsettur á Eiðistorgi. Gámurinn verður tímabundið til reynslu áður en tekin verður endanleg ákvörðun. Innlent 9.12.2023 19:49
„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. Innlent 9.12.2023 19:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rýnt í ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu tillögu um vopnahlé á Gasa fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna mun fara yfir málið. Innlent 9.12.2023 18:19
Eldur í bílskúr í Grindavík Eldur kviknaði í bílskúr á Vesturbraut í Grindavík rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Slökkvilið var fljótt á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins. Engum varð meint af og ekki er vitað um upptök eldsins. Innlent 9.12.2023 18:02
Vignir Vatnar Íslandsmeistari í hraðskák Vignir Vatnar Stefánsson er nýr Íslandsmeistari í hraðskák en mótið fór fram í höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Um það bil níutíu skákmenn kepptu um titilinn. Innlent 9.12.2023 17:48
Dauðþreytt á kolniðamyrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“ Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur. Innlent 9.12.2023 16:04
Endurflytja ofbeldismál í héraði vegna seinagangs dómara Landsréttur úrskurðaði í vikunni að endurflytja þurfi mál í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið þar. Innlent 9.12.2023 16:04
Leið eins og þau væru í íslenskri útilegu í Síerra Leóne Bergþóra Guðnadóttir, eigandi og hönnuður Farmers Market, segir nýjar körfur sem unnar séu í samstarfi við handverksfólks í Síerra Leóne einstakar. Körfurnar eru að hennar sögn fyrsta verkefnið af mörgum sem þau vinna með handverksfólki frá Síerra Leóne. Innlent 9.12.2023 16:01
Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. Innlent 9.12.2023 15:20
Alvarleg þróun ef stjórnmálamenn þurfi að óttast öryggi sitt Forstöðumaður og formaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands harma „þá dapurlegu uppákomu“ sem átti sér stað á hátíðarfundi sem stofnunin ætlaði að halda í gær af tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Innlent 9.12.2023 14:32
Kristrún leggur ekki áherslu á Evrópusambandið Formaður Samfylkingarinnar segir það skipta meira máli að komast til valda í málaflokkum, sem er 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina eins og að ganga í Evrópusambandið. Innlent 9.12.2023 14:31
Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. Innlent 9.12.2023 14:11
Kaup starfsfólks lögreglu á fatafellum „botnlaust dómgreindarleysi“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lítur atvik sem átti sér stað í vinnuferð starfsmanna embættisins alvarlegum augum. Þrír starfsmenn embættisins fóru út á lífið eftir vinnuferð og pöntuðu sér fatafellu. Fyrrverandi þingmaður segir málið vont. Innlent 9.12.2023 13:52
Árekstur á umdeildum gatnamótum Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar um eitt leytið í dag. Innlent 9.12.2023 13:33
Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. Innlent 9.12.2023 11:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Erindreki Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir líf milljóna samlanda sinna hanga á bláþræði. Innlent 9.12.2023 11:33
Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. Innlent 9.12.2023 11:01
Einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist. Innlent 9.12.2023 10:42
„Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. Innlent 9.12.2023 10:24
Meintir baðgestir í Bláa lóninu voru starfsmenn Meintir baðgestir sem ljósmyndari fréttastofu náði mynd af í gær í Bláa lóninu voru starfsmenn lónsins. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Innlent 9.12.2023 09:15
Sólin geri lítið gagn til upphitunar Útlit er fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu um helgina og litlar breytingar frá því sem verið hefur, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Innlent 9.12.2023 07:40
Stöðvuðu ökumann sem reyndist vera eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess. Innlent 9.12.2023 07:20
Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. Innlent 9.12.2023 07:00
Mygla í samhæfingarstöð almannavarna Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum. Innlent 9.12.2023 00:05
Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. Innlent 8.12.2023 23:24
Böðuðu sig í lokuðu Bláa lóninu Fólk naut þess að baða sig í Bláa lóninu í dag. Lónið hefur verið lokað almenningi síðan 9. nóvember vegna hættu á eldgosi í Svartsengi og nágrenni. Innlent 8.12.2023 22:51
„Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð“ Unglingar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni í Reykjavík og mætt seinna í skólann en jafnaldrar sínir segjast eiga auðveldara með einbeitingu og sofa betur. Ákveðið hefur verið að skóladagur allra unglinga í Reykjavík byrji seinna frá og með næsta hausti. Innlent 8.12.2023 22:01