Innlent Kenna Sorpu um hærra matarverð Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Innlent 11.12.2023 12:53 Gunnþórunn Jónsdóttir er látin Gunnþórunn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést á líknardeild Landakots 1. desember síðastliðinn. Hún var 77 ára gömul. Innlent 11.12.2023 12:48 Segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús. Innlent 11.12.2023 11:59 Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. Innlent 11.12.2023 11:49 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Innlent 11.12.2023 11:38 „Þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt“ Sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir atvik þar sem glimmeri var kastað yfir utanríkisráðherra vera eitthvað sem ekki er hægt að sætta sig við. Atvikið hefur áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað. Innlent 11.12.2023 11:25 Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. Innlent 11.12.2023 11:10 Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. Innlent 11.12.2023 10:22 Fékk slæmt höfuðhögg í fljúgandi hálku Glerhált var víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar að rigndi ofan í frostið sem var um helgina. Dæmi er um að fólk hafi flogið á hausinn og slasað sig alvarlega. Innlent 11.12.2023 09:58 Versta klúður ársins 2023 Öllum varð okkur á í messunni með einum eða öðrum hætti á árinu sem er að líða. Í þessari klúðuryfirferð fyrir árið 2023 ætlum við að varpa ljósi á feilsporin sem stigin voru. Innlent 11.12.2023 07:01 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. Innlent 11.12.2023 00:06 „Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið verða að standa saman vegna ástandsins á Gasa en málið sé afar flókið. Glimmerkast mótmælanda hafi slegið hann vægast sagt illa. Innlent 10.12.2023 23:59 Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Innlent 10.12.2023 23:47 Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Innlent 10.12.2023 22:43 Rúta í ljósum logum við Elliðavatn Eldur kviknaði í lítilli rútu við Elliðavatnsveg. Rútan var mannlaus þegar kviknaði í henni og varð hún alelda. Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en ekki er vitað um eldsupptök. Innlent 10.12.2023 21:58 Eldur kviknaði út frá örbylgjuofni á Sæmundargötu Eldur kviknaði út frá örbylgjuofni í íbúðarhúsnæði á Sæmundargötu við Háskóla Íslands. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og er búið að slökkva eldinn. Engum varð meint af. Innlent 10.12.2023 21:11 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. Innlent 10.12.2023 20:36 Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. Innlent 10.12.2023 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur skilað tillögum til ráðuneytisins um tjónamat vegna jarðhræringanna í Grindavík. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fer yfir stöðu mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.12.2023 18:06 Framkvæmdastjóri segir umbætur tryggðar en Einar vill stjórnina út Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra segir hið leiðinlegasta mál að verið sé að hvetja til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ár. Hún segir starfsfólk Reykjadals þegar hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að fyrirbyggja að upp komi annað kynferðisbrotamál. Innlent 10.12.2023 17:58 Nýtt snjóframleiðslukerfi og tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum Formleg vígsla á fyrsta áfanga snjóframleiðslukerfis og tveimur nýjum stólalyftum í Bláfjöllum fór fram í gær. Innlent 10.12.2023 17:41 Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. Innlent 10.12.2023 16:18 „Árás of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan út fyrir allan þjófabálk“ Mikill fjöldi safnaðist saman í dag í samstöðugöngu með Palestínu sem skipulögð var af Félaginu Ísland Palestína. Gangan er gengin á alþjóðlegum degi mannréttinda. Innlent 10.12.2023 14:38 Engin loftslagskrísa ef aðrir hefðu farið íslensku leiðina Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera fyrirmynd fyrir önnur ríki þegar kemur að mörgum hliðum grænnar orku. Ef aðrar þjóðir hefðu farið fyrr eftir fordæmi Íslands hvað varðar orkumál væri líklegast ekki loftslagskrísa. Innlent 10.12.2023 14:10 Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. Innlent 10.12.2023 12:31 Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Innlent 10.12.2023 11:52 Hádegisfréttir Bylgjunnar Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heitir því að þrýsta áfram á öryggisráðið um að kalla eftir vopnahléi á Gasa. Nánast ómögulegt er að koma hjálpargögnum inn á ströndina og talið er að aðeins einn af hverjum tíu íbúum fái að borða daglega. Boðað hefur verið til samstöðufundar við utanríkisráðuneytið í dag. Innlent 10.12.2023 11:49 Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað ábyrgð Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar. Innlent 10.12.2023 09:45 Afreksíþróttir, krónan, PISA og Cop28 í Sprengisandi Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru afreksstarf í íþróttum, íslenska krónan sem gjaldmiðill, PISA-könnunin og Cop28 ráðstefnan sem haldin var í Dubai á dögunum. Innlent 10.12.2023 09:26 Þurfa að reiða fram marga tugi milljóna þar sem engin læknismeðferð býðst á Íslandi „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman,“ segir Halldór Kristinn Harðarsson. Árni Elliot Swinford, bróðir Halldórs, greindist fyrr á árinu með sjaldgæfan lungasjúkdóm og hefur neyðst til að sækja meðferð erlendis þar sem engin þekking er á meðhöndlun sjúkdómsins hér á landi. Innlent 10.12.2023 08:01 « ‹ 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Kenna Sorpu um hærra matarverð Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Innlent 11.12.2023 12:53
Gunnþórunn Jónsdóttir er látin Gunnþórunn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést á líknardeild Landakots 1. desember síðastliðinn. Hún var 77 ára gömul. Innlent 11.12.2023 12:48
Segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús. Innlent 11.12.2023 11:59
Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. Innlent 11.12.2023 11:49
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Innlent 11.12.2023 11:38
„Þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt“ Sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir atvik þar sem glimmeri var kastað yfir utanríkisráðherra vera eitthvað sem ekki er hægt að sætta sig við. Atvikið hefur áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað. Innlent 11.12.2023 11:25
Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. Innlent 11.12.2023 11:10
Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. Innlent 11.12.2023 10:22
Fékk slæmt höfuðhögg í fljúgandi hálku Glerhált var víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar að rigndi ofan í frostið sem var um helgina. Dæmi er um að fólk hafi flogið á hausinn og slasað sig alvarlega. Innlent 11.12.2023 09:58
Versta klúður ársins 2023 Öllum varð okkur á í messunni með einum eða öðrum hætti á árinu sem er að líða. Í þessari klúðuryfirferð fyrir árið 2023 ætlum við að varpa ljósi á feilsporin sem stigin voru. Innlent 11.12.2023 07:01
Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. Innlent 11.12.2023 00:06
„Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið verða að standa saman vegna ástandsins á Gasa en málið sé afar flókið. Glimmerkast mótmælanda hafi slegið hann vægast sagt illa. Innlent 10.12.2023 23:59
Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Innlent 10.12.2023 23:47
Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Innlent 10.12.2023 22:43
Rúta í ljósum logum við Elliðavatn Eldur kviknaði í lítilli rútu við Elliðavatnsveg. Rútan var mannlaus þegar kviknaði í henni og varð hún alelda. Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en ekki er vitað um eldsupptök. Innlent 10.12.2023 21:58
Eldur kviknaði út frá örbylgjuofni á Sæmundargötu Eldur kviknaði út frá örbylgjuofni í íbúðarhúsnæði á Sæmundargötu við Háskóla Íslands. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og er búið að slökkva eldinn. Engum varð meint af. Innlent 10.12.2023 21:11
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. Innlent 10.12.2023 20:36
Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. Innlent 10.12.2023 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur skilað tillögum til ráðuneytisins um tjónamat vegna jarðhræringanna í Grindavík. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fer yfir stöðu mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.12.2023 18:06
Framkvæmdastjóri segir umbætur tryggðar en Einar vill stjórnina út Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra segir hið leiðinlegasta mál að verið sé að hvetja til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ár. Hún segir starfsfólk Reykjadals þegar hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að fyrirbyggja að upp komi annað kynferðisbrotamál. Innlent 10.12.2023 17:58
Nýtt snjóframleiðslukerfi og tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum Formleg vígsla á fyrsta áfanga snjóframleiðslukerfis og tveimur nýjum stólalyftum í Bláfjöllum fór fram í gær. Innlent 10.12.2023 17:41
Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. Innlent 10.12.2023 16:18
„Árás of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan út fyrir allan þjófabálk“ Mikill fjöldi safnaðist saman í dag í samstöðugöngu með Palestínu sem skipulögð var af Félaginu Ísland Palestína. Gangan er gengin á alþjóðlegum degi mannréttinda. Innlent 10.12.2023 14:38
Engin loftslagskrísa ef aðrir hefðu farið íslensku leiðina Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera fyrirmynd fyrir önnur ríki þegar kemur að mörgum hliðum grænnar orku. Ef aðrar þjóðir hefðu farið fyrr eftir fordæmi Íslands hvað varðar orkumál væri líklegast ekki loftslagskrísa. Innlent 10.12.2023 14:10
Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. Innlent 10.12.2023 12:31
Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Innlent 10.12.2023 11:52
Hádegisfréttir Bylgjunnar Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heitir því að þrýsta áfram á öryggisráðið um að kalla eftir vopnahléi á Gasa. Nánast ómögulegt er að koma hjálpargögnum inn á ströndina og talið er að aðeins einn af hverjum tíu íbúum fái að borða daglega. Boðað hefur verið til samstöðufundar við utanríkisráðuneytið í dag. Innlent 10.12.2023 11:49
Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað ábyrgð Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar. Innlent 10.12.2023 09:45
Afreksíþróttir, krónan, PISA og Cop28 í Sprengisandi Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru afreksstarf í íþróttum, íslenska krónan sem gjaldmiðill, PISA-könnunin og Cop28 ráðstefnan sem haldin var í Dubai á dögunum. Innlent 10.12.2023 09:26
Þurfa að reiða fram marga tugi milljóna þar sem engin læknismeðferð býðst á Íslandi „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman,“ segir Halldór Kristinn Harðarsson. Árni Elliot Swinford, bróðir Halldórs, greindist fyrr á árinu með sjaldgæfan lungasjúkdóm og hefur neyðst til að sækja meðferð erlendis þar sem engin þekking er á meðhöndlun sjúkdómsins hér á landi. Innlent 10.12.2023 08:01