Innlent

Ekki ljóst hvor hinna drukknu ók bílnum

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo eftir umferðarslys sem varð í umdæminu. Báðir reyndust þeir drukknir og var ekki hægt að staðfesta hvor þeirra hafi ekið bílnum þegar slysið varð.

Innlent

Ekkert ferðamannagos

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði.

Innlent

Bíður enn svara frá Bankasýslunni og á­formar að leggja hana niður

Fjármála-og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi í höndum Bankasýslu ríkisins, aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir kaupin. Hún væntir skýringa frá Bankasýslunni á aðkomu stofnunarinnar að kaupunum í næstu viku. Þá standi enn til að leggja Bankasýsluna niður.

Innlent

Ekki gefið hvernig spilast úr stöðunni fari Katrín fram

Allar líkur eru á að Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynni fyrir helgi hvort hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það mun hún samstundis segja af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna segja ekki gefið hvernig spilaðist úr þeirri stöðu þótt grundvöllur væri fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna.

Innlent

„Fréttir eru ekki ó­keypis“

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir minnst tíu milljarða króna fari út úr íslenskum fjölmiðlamarkaði árlega í formi auglýsinga til Google og Meta. Hún viðrar hugmyndina um að almenningur borgi áskrift fyrir fréttir til þess að blaðamennskunni verði haldið á floti en starfsgreinin hefur samkvæmt nýrri vitundarherferð félagsins aldrei verið mikilvægari. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ákveði Katrín Jakobsdóttir að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands er líklegt að hún tilkynni það fyrir helgi og segi um leið af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja stjórnarsamstarfið geta haldið áfram en ekki yrði öruggt hvernig spilaðist úr stöðunni.

Innlent

Baldur með nokkurt for­skot á Jón og Katrínu

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum.

Innlent

Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat

„Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku.

Innlent

Sigurður Ingi frestar fundum

Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana.

Innlent

Ó­víst hvort ríkis­stjórnin lifi fram­boðið af

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram.

Innlent

Eld­gosið í beinni

Enn er kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Dregið hefur úr virkninni en þetta gos hefur þó staðið lengur en þrjú síðustu gos á undan.

Innlent

Í­hugar fram­boð til for­seta al­var­lega

Katrín Jakobsdóttir staðfestir að hún sé alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og muni greina frá niðurstöðu sinni á næstu dögum. Tveir forsetaframbjóðendur hafa bæst í hópinn frá í gær, þeir Jón Gnarr og Guðmundur Felix Grétarsson. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar sérstaklega í dag um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur.

Innlent