Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 13:54 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af að Katrín bjóði sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. „Hvort sem að hún lætur til skara skríða eða hættir við þá verðum við allavega að gera ráð fyrir því að það séu verulegar líkur á því að hún sé að fara í forsetaframboð og þá er auðvitað stjórnarsamstarfið í uppnámi og mikilvægt að stjórnarflokkarnir ráði ráðum sínum um þá í fyrsta lagi hvort og þá hvernig hægt væri að halda áfram með þetta samstarf og það er engan veginn augljóst eða einfalt.“ Eiríkur segir Katrínu sterkan frambjóðandi ef hún stígur fram. „Katrín Jakobsdóttir nýtur gríðarlegrar virðingar í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur risið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Hún er einn farsælasti stjórnmálaforingi samtímans. vinsældir hennar hafa vissulega dvínað verulega að undanförnu en engu að síður þá hlýtur hún að teljast feikilega sterkur frambjóðandi og líklegasti sterkasti frambjóðandinn sem að stigið hefur fram eða verið í umræðunni fram til þessa. Hún getur hins vegar ekki gengið að sigri vísum. Það er allskonar sem getur gerst í þessum.“ Þá segir hann óvissu um framtíð ríkisstjórnarinnar ef Katrín býður sig fram. „Það er mögulegt að hún lifi það af. Það eru allskonar kostir í stöðunni. Augljósasti er auðvitað að nýr forystumaður Vinstri-grænna taki við forsætisráðuneytinu. Það er svona kannski fyrir fram það sem væri augljósast en það eru margir aðrir kostir líka til staðar en svo getur það líka farið svo að ríkisstjórnin springi og við séum að horfa framan í þingkosningar á næstunni en það hefur nú beinlínis stefnt í kosningar svona fyrr heldur en síðar miðað við ástandið á stjórnarheimilinu síðustu misserin.“ Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Hvort sem að hún lætur til skara skríða eða hættir við þá verðum við allavega að gera ráð fyrir því að það séu verulegar líkur á því að hún sé að fara í forsetaframboð og þá er auðvitað stjórnarsamstarfið í uppnámi og mikilvægt að stjórnarflokkarnir ráði ráðum sínum um þá í fyrsta lagi hvort og þá hvernig hægt væri að halda áfram með þetta samstarf og það er engan veginn augljóst eða einfalt.“ Eiríkur segir Katrínu sterkan frambjóðandi ef hún stígur fram. „Katrín Jakobsdóttir nýtur gríðarlegrar virðingar í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur risið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Hún er einn farsælasti stjórnmálaforingi samtímans. vinsældir hennar hafa vissulega dvínað verulega að undanförnu en engu að síður þá hlýtur hún að teljast feikilega sterkur frambjóðandi og líklegasti sterkasti frambjóðandinn sem að stigið hefur fram eða verið í umræðunni fram til þessa. Hún getur hins vegar ekki gengið að sigri vísum. Það er allskonar sem getur gerst í þessum.“ Þá segir hann óvissu um framtíð ríkisstjórnarinnar ef Katrín býður sig fram. „Það er mögulegt að hún lifi það af. Það eru allskonar kostir í stöðunni. Augljósasti er auðvitað að nýr forystumaður Vinstri-grænna taki við forsætisráðuneytinu. Það er svona kannski fyrir fram það sem væri augljósast en það eru margir aðrir kostir líka til staðar en svo getur það líka farið svo að ríkisstjórnin springi og við séum að horfa framan í þingkosningar á næstunni en það hefur nú beinlínis stefnt í kosningar svona fyrr heldur en síðar miðað við ástandið á stjórnarheimilinu síðustu misserin.“
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23
Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44
Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18