Innlent

Fyrsta flugið til Ís­lands var hluti heimsviðburðar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu.

Innlent

Skelfi­legt að þurfa grípa til hópuppsagna

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar.

Innlent

Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram

Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni.

Innlent

Sam­þykktu til­lögu Sjálf­stæðis­flokksins

Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019.

Innlent

Júró­visíon í skugga stríðs­reksturs og sárs­auka­fullar upp­sagnir

Skriðdrekar Ísraelshers voru sendir inn í Rafah-borg á Gaza eldsnemma í morgun og tugir féllu í loftárásum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við stjórnmálafræðing sem er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd og við verðum í beinni frá samstöðutónleikum með Gaza sem fara fram á sama tíma og Íslendingar keppa í Júrovisíon.

Innlent

Undir­búa hóp­upp­sögn hjá Grinda­víkur­bæ

Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. 

Innlent

Tölu­verð ó­vissa um fram­vindu jarðhræringanna

Enn gýs úr einum gíg við Sundhnúksgígaröðina. Hraunið rennur stutta vegalengd frá gígnum og fer virknin í gígnum minnkandi. Hraði kvikusöfnunar er svipaður og síðustu vikur. Gosið er nú meira en mánaðargamalt og er töluverð óvissa um framhaldið.

Innlent

„Við þurfum ekki að verjast neinu“

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki.

Innlent

„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“

Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. 

Innlent

Að­stæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun

Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt.

Innlent

Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan at­burð

Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni

Innlent

Séra Guð­rún kjörin biskup Ís­lands

Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 

Innlent

SA og SSF skrifuðu undir lang­tíma­kjara­samning

Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. 

Innlent

„Skítkastið var ó­geðs­legt“

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær.

Innlent

Ný nálgun Sam­fylkingar í orku­málum konfekt í eyrum Jóns

Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun.

Innlent